Stjörnustríðið langvinsælast

Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Star Wars: The Force Awakens ber höfuð og herðar yfir aðrar myndir á nýjasta íslenska bíóðsóknarlistanum, en tekjur myndarinnar þessa frumsýningarhelgi voru litlar 23,5 milljónir íslenskra króna, en til samanburðar er myndin í öðru sæti á listanum, Góða risaeðlan, með 1,5 milljónir króna í tekjur.

kylo ren star wars

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna. Kvennabaráttumyndin Suffragette kemur ný inn í 10. sætið og Woody Allen myndin Magic in the Moonlight kemur beint inn í 12. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice