Fiðurfé flögrar á toppinn

Reiða fiðurféð í Angry Birds Bíómyndin gerði sér lítið fyrir og bolaði ofurhetjunum í Captain America: Civil War af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, en þar hafði Marvel myndin setið í tvær vikur í röð.

angry 2

Eins og sést á listanum hér fyrir neðan mátti þó litlu muna, eða einungis fáeinum áhorfendum!

Í þriðja sæti listans og niður um eitt sæti á milli vikna er systrafélagið í Bad Neighbors 2.

Tvær myndir koma nýjar inn á lista að þessu sinni; Mother´s Day fer beint í fjórða sæti listans og Michael Moore heimildarmyndin Where to Invade Next fer beint í 13. sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box