Tröllin tóku toppsætið með trompi

Litríka teiknimyndin ofurkrúttlega Tröll fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, sína fyrstu viku á lista. Myndin hafði þar með betur en sjálfur Tom Cruise í spennumyndinni Jack Reacher: Never Go Back,  og íslenski glæpatryllirinn Grimmd, en þessar myndir lentu í öðru og þriðja sæti, báðar nýjar á lista.

trollin

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Bíó paradís-myndirnar Embrace of the Serpent og Captain Fantastic, með Viggo Mortensen í aðalhlutverki, raða sér í 21. og 22. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff