Sigurvegarinn er: Iron Man 3!

Eins og við sögðum frá í gær þá stefndi nýjasta myndir um járnmanninn, Iron Man 3,  hátt nú um helgina í Bandaríkjunum og útlit var fyrir aðra stærstu frumsýningarhelgi bíómyndar í Bandaríkjunum frá upphafi.

Miðað við nýjustu bráðabirgðatölur þá hefur sú spá ræst því myndin mun líklega þéna 175,3 milljónir Bandaríkjadala yfir alla helgina í Bandaríkjunum. Aðeins The Avengers hefur náð betri árangri á frumsýningarhelgi, en tekjur The Avengers á frumsýningarhelgi í fyrra námu 207,4 milljónum dala.

Það er varla hægt að segja að Iron Man 3 hafi átt einhverja keppinauta um helgina, því aðrar myndir á topp tíu listanum yfir aðsóknarmestu myndir líta út fyrir að vera svo langt á eftir að það tekur varla að nefna þær! Hér er listinn samt sem áður:

1. Iron Man 3 175,3 milljónir dala.
2. Pain & Gain, 7,6 milljónir dala.  33,9  milljónir dala alls frá frumsýningu.
3. 42,  6,2 milljónir dala. 78,3  milljónir dala alls frá frumsýningu.
4. Oblivion, 5,8 milljónir dala.  76  milljónir dala alls frá frumsýningu.
5. The Croods,  4,2 milljónir dala. 165,5  milljónir dala alls frá frumsýningu.
6. The Big Wedding, 3,9 milljónir dala. 14,2  milljónir dala alls frá frumsýningu.
7. Mud, 2,2 milljónir dala. 5,2  milljónir dala alls frá frumsýningu.
8. Oz the Great and Powerful, 1,8 milljónir dala. 228,6  milljónir dala alls frá frumsýningu.
9. Scary Movie 5,  1,4 milljónir dala. 29,6  milljónir dala alls frá frumsýningu.
10. The Place Beyond the Pines, 1,3 milljónir dala. 18,7 milljónir dala alls frá frumsýningu.

Tölur utan Bandaríkjanna hafa einnig verið eftirtektarverðar. Í Suð-austur Asíu var myndin sú aðsóknarmesta frá upphafi og sömu sögu má m.a. segja um nokkur lönd Suður – Ameríku, Ástralíu, Svíþjóð, Noreg, Danmörku og Holland.

Myndin hefur nú þegar þénað meira á alþjóðamarkaði en Iron Man 1 ( 585 milljónir dala ), Iron Man 2 ( 624 milljónir dala), Thor (449 milljónir dala) og  Captain America ( 369 milljónir dala) þénuðu alls á meðan þær voru í bíó, eða 680,1 milljón Bandaríkjadali.