Kung Fu brögðin heppnuðust

Það má segja að Kung Fu brögðin hafi heppnast fullkomlega um helgina þegar Kung Fu Panda 3 gerði sér lítið fyrir og fór beint í fyrsta sæti bandaríska aðsóknarlistans, með áætlaðar tekjur upp á 41 milljón Bandaríkjadala.

kung fu panda

Myndin var talsvert mikið vinsælli en aðrar nýjar myndir á lista, en The Finest Hours náði fjórða sætinu með 10,3 milljónir dala í tekjur og grínútgáfan af Fifty Shades of Grey, Fifty Shades of Black, lenti í 9. sætinu og þénaði 6,2 milljónir dala. Þess má geta að myndin kostaði aðeins 5 milljónir í framleiðslu og er því strax komin í plús.

Vestrinn Jane Got a Gun, með Natalie Portman í aðalhlutverkinu, náði ekki að heilla áhorfendur og þénaði aðeins tæpa 1 milljón dala í 17. sætinu, en kostaði mun meira, eða 25 milljónir dala.

Í öðru og þriðja sæti listans er eldri myndir – The Revenant og Star Wars: The Force Awakens, sem þénuðu 12,4 milljónir dala og 10,8 milljónir dala.