Gæludýrin loksins á toppnum

Teiknimyndin Leynilíf gæludýra gerir sér lítið fyrir og stekkur úr þriðja sæti íslenska bíóaðsóknarlistans og upp í fyrsta sætið nú um helgina, og hefur þar með sætaskipti við toppmynd síðustu viku, hrollvekjuna Lights Out.  Leynilíf gæludýra hefur lúrt nálægt toppnum undanfarnar vikur, en nú hlýtur hún loksins nafnbótina vinsælasta bíómynd landsins.

the-secret-life-of-pets

Í öðru sæti þessa vikuna er önnur teiknimynd, hin bannaða Sausage Party, sem stendur í stað á milli vikna.

Fimm nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna; Í fjórða sæti er hin sögulega Ben-Hur, í sjötta sæti er hákarlatryllirinn The Shallows, í sjöunda sæti fjölskyldumyndin Níu líf, um mann sem lendir í líkama kattar, í 13. sætið fer fótboltamyndin Péle: Birth of a Legend og að lokum er það Viva sem kemur beint inn í 23. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice