Fjórar stórar myndir í mikilli dreifingu eru frumsýndar nú um helgina í bandarískum bíóhúsum, en búist er við að heildartekjur af bíóaðsókn þessa helgina þar vestra muni nema 110 milljónum Bandaríkjadala.
Því er spáð að þrívíddarteiknimyndin Cloudy With A Chance of Meatballs 2, sem er framhald Cloudy With a Chance of Meatballs, eða Skýjað með kjötbollum, frá árinu 2009 muni fá mesta aðsókn, og muni þéna meira á frumsýningarhelgi sinni núna en önnur teiknimynd frá Sony fyrirtækinu, Hotel Transylvania, sem þénaði 42,5 milljónir dala á frumsýningarhelgi sinni í fyrra. Einnig er talið að Cloudy 2 muni skjóta fyrstu myndinni ref fyrir rass hvað tekjur varðar, en fyrri myndin þénaði 30,3 milljónir dala á sinni fyrstu helgi í sýningum.
Önnur nýja myndin er kappakstursmynd leikstjórans Ron Howard, Rush, en hún hefur verið sýnd í takmarkaðri dreifingu til þessa. Hinar tvær myndirnar eru Baggage Claim og mynd Joseph Gordon-Levitt, Don Jon.
Hér fyrir neðan er listi efstu mynda með tekjum gærdagsins og áætluðum tekjum fyrir helgina alla, og frá frumsýningu:
1. Cloudy With A Chance Of Meatballs 2 3D . Föstudagur: 10 m. $ Helgin öll: 38 m.$
2. Rush . Föstudagur: 3,8 m.$. Helgin öll: 11,3 m.$. Frá frumsýningu: 11,6 m.$.
3. Prisoners . Föstudagur 3,3 m.$ . Helgin öll: 10,6 m.$. Frá frumsýningu 38,4 m.$.
4. Baggage Claim . Föstudagur 3,2 m.$. Helgin öll: 9,1 m.$
4. Don Jon . Föstudagur 3,1 m.$. Helgin öll: 8,5 m.$.
6. Insidious: Chapter 2 . Föstudagur 1,9 m.$. Helgin öll: 5,8 m.$. Frá frumsýningu: 68,7 m.$.
7. The Family . Föstudagur 1,1 m.$. Helgin öll: 3,6 m.$. Frá frumsýningu 31,6 m.$.
8. We’re The Millers . Föstudagur: 895 þ. $. Helgin öll: 2,9 m.$. Frá frumsýningu: 142,5 m.$.
9. Instructions Not Included . Föstudagur: 749 þ.$. Helgin öll: 2,8 m.$. Frá frumsýningu: 38,1 m.$.
10. Lee Daniels’ The Butler . Föstudagur 697 þ.$. Helgin öll: 2,4 m.$. Frá frumsýningu: 110,4 m.$.
14. Metallica Through The Never . Föstudagur 625 þ.$. Helgin öll: 1,5 m.$.