Leikaraval ákveðið í Wolf Man!

Allir leikarar hafa verið ráðnir í hlutverk sitt fyrir stórmyndina The Wolf Man sem Universal Pictures framleiða. Joe Johnston leikstýrir, tökur fara fram í London og standa yfir þangað til í júní. Eftirtaldir leikarar munu koma fram í myndinni:

Benicio Del Toro, Anthony Hopkins, Emily Blunt, Art Malik, Rob Dixon, Hugo Weaving, Nicholas Day, Michael Cronin, David Schofield, David Sterne, Roger Frost, Clive Russell and Geraldine Chaplin

Það hefur einnig verið opinbert að útgáfu myndarinnar seinkar um 2 mánuði, og kemur nú út 3.apríl 2009. Þetta ku vera vegna leikstjóravesen sem framleiðendur stóðu í fyrir stuttu. Myndin byggir á upprunalegu Wolfman myndinni sem kom út árið 1941, en í þetta sinn leikur Benicio Del Toro varúlfinn!