300 gestir á Filmunni

Kvikmyndahátíðin Filman, sem Frístundamiðstöðin Miðberg í Breiðholti stóð fyrir, var haldin í Sambíóunum Álfabakka í gær, miðvikudaginn 22. apríl, en hátíðin var hluti af barnamennningarhátíð í Reykjavík.

filman 3

Á hátíðinni voru sýndar stuttmyndir sem börn í 3.  – 4. bekk á frístundaheimilum í Breiðholti höfðu skrifað handrit að og síðan tekið upp og leikið í, undir handleiðslu fagmenntaðra starfsmanna. Ennfremur gera börnin sviðsmyndir og búninga sjálf.

Magnús Loftsson forstöðumaður Miðbergs segir að þátttakan í verkefninu hafi verið góð, og fjölmörg börn hafi tekið þátt í hverri mynd. Um 300 gestir hafi síðan mætt í Sambíóin til að berja þær þrjár myndir augum sem sýndar voru, en myndirnar voru frá frístundaheimilunum Bakkaseli, Regnboganum og Hraunheimum.

filman

Veitt voru fern verðlaun. Regnboginn hlaut verðlaun fyrir bestu búninga, Hraunheimar fyrir bestan leik og Bakkasel fyrir besta handritið, auk þess sem sú miðstöð hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, þ.e. fyrir bestu mynd.

fliman 2

Leikstjóri og umsjónarmaður verkefnisins er Hafsteinn Vilhelmsson en hann hefur stjórnað og þróað verkefnið sl. 3 ár.