Glaðningur fyrir káta krakka í Paradís

Stuttmyndapakki fyrir börn sem samanstendur af tólf teiknimyndir frá átta löndum, verður tekinn til sýninga í Bíó Paradís á morgun, laugardaginn 3. maí.

339575199_1280

 

Eins og segir í frétt frá bíóinu þá eru myndirnar allar verðlaunamyndir sem ættu að gleðja alla káta krakka. „Tíu myndir eru án tals, ein með örlitlu ensku tali og ein á spænsku með íslenskum texta. Dagskráin er alls 84 mín og hentar öllum aldurshópum. Á dagskrá er meðal annars hinn fallegi Skrímslakassi sem kemur svo sannarlega á óvart, en allir þurfa jú að eiga sinn samastað.“ Nánar má kynna sér myndirnar hér.