Henry Lee Hopper, sonur Dennis Hopper, átti að koma með frumraun sína á hvíta tjaldið í nýjustu mynd Wes Craven sem ber nafnið 25/8, en hann hefur verið látinn fara og sá ungi Max Thieriot fenginn í hans stað, en Max lék síðast í myndinni Jumper.
Myndin mun fjalla um nokkur ungmenni sem eru elt af raðmorðingja nokkrum.
Ástæðan ku alls ekki vera einhverskonar ósætti, heldur veiktist Hopper skyndilega og því fór sem fór. Aðrir leikarar munu einnig koma fram í fyrsta sinn í stórmynd, þau Nick Lashaway, John Magaro og Paulina Olszynski. Raul Esparza er í viðræðum um að leika raðmorðingja í myndinni.
Tökur fara fram í Connecticut seinna í mánuðinum, en myndin á að koma út á næsta ári.
14.2.2008 – Wes Craven leikstýrir 25/8

