Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í desemberhefti Mynda mánaðarins.
Tom Cruise fékk einkaflugmannspróf árið 1994 og á Pitts Special S-2B flugvél sem hann flýgur í frístundum sínum auk þess sem hann stundar fallhlífarstökk.
Þótt Rebecca Ferguson sé alltaf sögð sænsk þá er móðir hennar Rosemary í raun bresk, en hún flutti til Svíþjóðar 25 ára að aldri. Þess má geta að Rosemary, og þá auðvitað Rebecca, er skyld Söruh Ferguson, hertogaynju af York.
Þeir Owen Wilson og Ben Stiller hafa leikið saman í þrettán myndum og er þá nýja Zoolander-myndin talin með, en hún verður frumsýnd í febrúar.
Michael B. Jordan heitir fullu nafni Michael Bakari Jordan. Miðnafnið Bakari er úr swahili og merkir „sá sem lofar góðu“. Michael er fullkunnugt um hvað millinafn hans þýðir á íslensku.
Jamie Bell hefur aldrei hitt föður sinn.
Laura Linney talar táknmál og var eitt sinn kennari í heyrnleysingjaskóla auk þess sem hún kenndi einhverfum. Hún eignaðist sitt fyrsta barn 8. janúar 2014, 49 ára gömul og myndin Mr.Holmes, er fyrsta myndin sem hún leikur í hennar eftir barnsburðinn.
Seann William Scott á sex hálfsystkini vegna þess að foreldrar hans áttu hvort fyrir sig þrjú börn þegar þau gengu í hjónaband og eignuðust hann.
Ættarnafn Bobs Odenkirk er skoskt og þýðir í raun „kirkja Óðins“.
Þeir Al Pacino og Bobby Cannavale sem leika saman í myndinni Danny Collins léku einnig saman árið 2012 í Broadway-leikritinu Glengarry Glen Ross. Þar lék Al hlutverk Shelleys Levene sem Jack Lemmon lék í myndinni en Bobby lék Ricky Roma
sem Al hafði leikið í sömu mynd.
Al Pacino var boðið að leika Han Solo í fyrstu Star Wars-myndinni en hafnaði því og Harrison Ford fékk hlutverkið.
Christopher Plummer var boðið að leika Gandalf í Hringadróttinssögu Peters Jackson en hafnaði því og hlutverkið fór til Ians McKellen.
Fyrsta bíómyndin sem Kevin Kline lék í var Sophie’s Choice árið 1982 þar sem Meryl Streep lék ástkonu hans, Sophie. Þau leika nú aftur saman í myndinni Ricki and the Flash, og í þetta skipti fyrrverandi hjón.