Milla eða Míla?

Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í septemberhefti Mynda mánaðarins.

kevin jamesKevin James heitir í raun Kevin George Knipfing, en faðir hans, Joseph Valentine Knipfing er af þýskum ættum. Uppáhaldsmynd Kevins er Rocky.

Foreldrar leikarans Antons Yelchin eru rússnesku skautadansararnir Irina Korina og Viktor Yelchin sem voru á meðal fremstu skautadansara veraldar á sínum tíma en var meinuð þátttaka í ýmsum alþjóðamótum, eins og t.d. á Ólympíuleikunum í München árið 1972, vegna þess að þau voru gyðingar.

Langafi Ethans Hawke var föðurbróðir leikritaskáldsins Tennessee Williams.

MillaSkírnarnafn Millu Jovovich er rétt fram borið sem „Míla“ , en ekki „Milla“.

Leikkonan Cobie Smulders greindist með krabbamein í eggjastokkum árið 2007 og til að komast fyrir meinið þurfti að fjarlæga 2/3 af þeim. Læknar sögðu henni þá að sennilega gæti hún ekki eignast börn en reyndust hafa rangt fyrir sér því hún hefur síðan eignast tvö börn með eiginmanni sínum, leikaranum Taran Killam.

Annað augað í Alice Eve er grænt en hitt er blátt. Hún sótti um hlutverk í The Horse Whisperer árið 1998 en missti af því og það tók hana sex ár að fá hlutverk í annarri bíómynd.

Þann 12. september verður dóttir þeirra Ryans Gosling og Evu Mendes, Esmeralda Amada Gosling, eins árs.

Uppáhaldsmyndir Saoirse Ronan eru Taxi Driver, On the Waterfront, Three Amigos, Eraserhead og Windy City Heat. Uppáhaldssjónvarpsþáttur hennar er hins vegar Breaking Bad.

Al Pacino er einn af frægum karlkynsstjörnum í Hollywood sem hefur aldrei kvænst. Af öðrum í hópnum má nefna Keanu Reeves, John Cusack, Benicio Del Toro, Seth MacFarlane, Owen Wilson, Matt Dillon og Adrien Brody.

Anna Kendrick er næstyngsta leikkonan í sögunni sem hefur verið tilnefnd til Tony-verðlauna (bandarísku leikhúsverðlaunin) fyrir aðalhlutverk.

Anna hlaut tilnefninguna árið 1998, aðeins 13 ára gömul, en sú yngsta er enn Daisy Eagan sem var tilnefnd árið 1991, 11 ára að aldri.

pitch_perfect_2_anna_kendrick_rebel_wilson_stillRebel Wilson er lögfræðingur að mennt. Hún útskrifaðist 2009 úr New South Wales-háskólanum í Sydney.

Blake Lively var komin tvo mánuði á leið í lokatökunum á kvikmyndinni The Age of Adaline. Henni og föðurnum, Ryan Reynolds, fæddist síðan dóttirin James í desember á síðasta ári.