Comcast hafa birt glænýja heimasíðu fyrir næstu Batman mynd, sem ber nafnið (eins og allir vita!) The Dark Knight. Heimasíðan er bilaðslega flott og er hægt að sjá HÉR! Við höfum ekki séð svona öflugt viral marketing síðan Cloverfield
Ekki það að heimasíðan skipti öllu máli, heldur það sem er á henni. Á síðunni er hægt að finna glæný myndbönd í high-definition gæðum, m.a. kickass behind the scenes dót (gerð trúðagrímanna og fleira). Myndböndin munu rata á forsíðu kvikmyndir.is og á undirsíðu myndarinnar von bráðar.
The Dark Knight verður frumsýnd í Bandaríkjunum 18.júlí, en frumsýningardagsetning á Íslandi er sögð vera 25.júlí 2008.

