Björn Hlynur stal senunni

Mörgum frumsýningargestum á nýju íslensku gamanmyndinni Northern Comfort, sem fjallar um hóp fólks á flughræðslunámskeiði sem verða strandaglópar á Íslandi, þótti leikarinn Björn Hlynur Haraldsson stela senunni. Hann fer með hlutverk hollensks athafnamanns á ferð um landið og blandast hressilega inn í framvindu myndarinnar.

Á móti Birni leika engir aukvisar. Þar ber helst að nefna breska leikarann Timothy Spall sem leikið hefur m.a. í Mr. Turner, Spencer og Vanilla Sky svo eitthvað sé nefnt.

Northern Comfort fór í almennar sýningar í bíó á Íslandi í dag föstudaginn 15. september.

Northern Comfort (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.5
Rotten tomatoes einkunn 20%

Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. ...

Björn Viktorsson og Huldar Freyr Arnarson fengu Edduverðlaunin fyrir hljóð. Tilnefnd til tveggja Edduverðlauna.

Grímar Jónsson framleiðandi kvikmyndarinnar segir í samtali við kvikmyndir.is að frumsýningin á þriðjudag hafi gengið vonum framar. „Salurinn var geggjaður og það var mikið hlegið.“

„Það er alltaf gaman þegar fólk öskrar úr hátri, það kitlar hégómann aðeins,“ segir Dóri DNA, einn handritshöfunda.“

Fyrst þróað á íslensku

Hann segir að Hafsteinn leikstjóri hafi upphaflega þróað myndina á íslensku. „Þegar ég kom fyrst að þessu var búið að ákveða að stefna hærra og gera myndina á ensku. Það var gríðarlega gaman að vinna með svona reyndum og flottum leikurum,“ segir Dóri en meðal leikenda auk Timothy Spall eru Rob Delaney, hinn íslensk-sænski Sverrir Guðnason og Ella Rumpf, sem áhorfendur ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum Succession.