Northern Comfort (2023)
Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði.
Deila:
Öllum leyfðSöguþráður
Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvilltur á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn... og fljúga!
Aðalleikarar
Vissir þú?
Timothy Spall aðalleikari var í æsku skólabróðir tveggja liðsmanna bresku pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols, þeirra Sid Vicious bassaleikara og John Lydon/Johnny Rotten söngvara.
Timothy Spall segir í samtali við Morgunblaðið að leikstjórinn, Hafsteinn Gunnar, hafi lag á að leggja áherslu á og rannsaka það óvenjulega sem hendir venjulegar manneskjur. Spall líkir Hafsteinni þar m.a. við verðlaunaleikstjórana Ruben Östlund og Mike Leigh.
Myndin var tekin upp á Gatwick flugvelli í Lundúnum þegar suðurbyggingin var lokuð vegna faraldursins. Fólk sem vann við öryggisgæslu á vellinum var beðið að leika aukahlutverk í myndinni.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Netop FilmsIS

One Two FilmsDE

Good ChaosGB

Film4 ProductionsGB

ZDFDE

ARTEDE
Verðlaun
🏆
Björn Viktorsson og Huldar Freyr Arnarson fengu Edduverðlaunin fyrir hljóð. Tilnefnd til tveggja Edduverðlauna.



















