Náðu í appið
Bönnuð innan 10 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Á annan veg 2011

(Either Way)

Frumsýnd: 2. september 2011

84 MÍNÍslenska

Á annan veg er lágstemmd og mannleg kómedía með dramatískum undirtón. Myndin gerist á ótilgreindum fjallvegum á 9. áratugnum og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í vegkanta, fylla í holur og annað tilheyrandi. Sá eldri og reyndari, Finnbogi, hefur verið beðinn um að gera fjölskyldu... Lesa meira

Á annan veg er lágstemmd og mannleg kómedía með dramatískum undirtón. Myndin gerist á ótilgreindum fjallvegum á 9. áratugnum og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í vegkanta, fylla í holur og annað tilheyrandi. Sá eldri og reyndari, Finnbogi, hefur verið beðinn um að gera fjölskyldu kærustu sinnar greiða og útvega Fredda, yngri bróður hennar, starf hjá Vegagerðinni. Taka hann með sér út á land yfir sumarið og gera mann úr honum. Í myndinni er sambandi þessara ólíku, nánast andstæðu, persóna fylgt eftir í eyðilegu og hrjóstrugu fjalllendi. Mennirnir tveir þurfa að takast á við og umbera sérviskulega eiginleika hvors annars, deila litlu tjaldi og sofa í táfýlu þétt upp við hvorn annan – enda eru þeir tilneyddir að eyða mun meiri tíma saman en hvorugur myndi nokkurn tímann kjósa sér. Það er ekki fyrr en þeir ganga í gegnum stormasama atburði að þeir læra að meta félagsskap hvors annars og þróa með sér vináttu. Eftir því sem líður á söguna koma innri manngerðir þeirra og leyndarmál hægt og rólega upp á yfirborðið og að lokum standa báðir sannarlega á krossgötum í lífinu. Og kannski er það það, sem báðir þurfa?... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.03.2022

Meira rugl og áfengi og alræmdir þrjótar

Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit og skemmta sér konunglega í bíó. Ástæðurnar eru tvær. Framhald íslensku gamanmyndarinnar Síðasta veiðiferðin, Allra s...

22.08.2016

Styttist í mikilvægustu verðlaunin

Tilkynnt verður þann 30. ágúst nk.  hvaða fimm norrænu kvikmyndir eru tilnefndar til hinna eftirsóttu Norrænu kvikmyndaverðlauna. Allar myndirnar verða sýndar á norrænni kvikmyndaveislu í Háskólabíói 15. - 18. septemb...

26.07.2016

Tilgangslaust stríð - Ný íslensk kvikmynd

Tökur eru hafnar á nýrri íslenskri kvikmynd, Undir trénu, eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, sem áður hefur gert Á annan veg og París norðursins.  Handritið skrifar Gunnar sjálfur ásamt Huldari Breiðfjörð. "Þetta er samt...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn