Fortíðin bankar uppá á toppnum

Rómantíska dramað Regretting You tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og ýtti þar með hrollnum Black Phone 2 niður í annað sætið.

Í þriðja sæti situr svo gæðamyndin og fyrrum toppmynd listans One Battle After Another en 35 þúsund manns hafa séð hana hér á landi frá frumsýningu.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: