Hin margumtalaða The Reader verður frumsýnd á föstudaginn, en þessi mynd er einmitt með 5 Óskarstilnefningarnar; Besta mynd, besti leikstjórinn (Stephen Daldry), besta lekkonan, besta handritið og besta kvikmyndatakan.
Um myndina:
Sagan hefst skömmu eftir sinni heimsstyrjöldina í Þýskalandi er
unglingurinn Michael Berg veikist og nýtur aðstoðar Hönnu, konu sem er
tvöfald eldri, við að komast heim til sín. Fyrr en varir hefja þau
ástríðufullt og leynilegt ástarsamband.
Michael uppgötvar að Hanna elskar að láta lesa fyrir sig og
kynferðissamband þeirra dýpkar. Þrátt fyrir sterka tengingu þeirra á
milli hverfur Hanna einn góðan veðurdag og Michael er skilinn eftir
ringlaður og vængbrotinn.
Átta árum síðar er Michael orðinn laganemi og er að fylgjast með
réttarhöldum yfir nasistum þegar hann verður fyrir sjokki; einn af
sakborningunum er Hanna.
Smám saman flettist ofan af fortíð Hönnu og Michael uppgötvar
leyndarmál sem mun hafa áhrif á líf þeirra beggja. The Reader er saga
um sannleikann og sættir og það hvernig ein kynslóð tekst á við glæpi
annarrar..
Getraun:
Í
tilefni frumsýningu myndarinnar munum við hér hjá Kvikmyndir.is gefa
bíómiða á myndina og þú getur átt möguleika á því að næla þér í miða
fyrir þig og einn félaga. Miðarnir gilda á almennar sýningar.
Þú þarft ekki nema að svara einni léttri spurningu. Sendið svo mail á tommi@kvikmyndir.is. Látið fullt nafn fylgja með.
Spurningin hljómar svo:
–
Kate Winslet var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir bæði þessa
mynd ásamt einni annarri. Hún hreppti verðlaunin fyrir leik sinn í
báðum myndunum. Hver er hin myndin?
Dregið verður úr þeim póstum sem svara rétt. Ég mun svo hafa
beint samband við vinningshafa. Endilega fylgist með.
Dregið verður kl. 12:00 um hádegið á föstudaginn.

