Já, þið lásuð meira eða minna rétt. Á komandi vikum verðum við hjá Kvikmyndir.is að telja niður í eina heitustu mynd ársins 2009 með stæl.
Watchmen, sem byggð er á einni virtustu myndasögu heims, er frumsýnd hérlendis þann 13. mars í Sambíónum og verður á hverjum degi framundan fært ykkur eitthvað skemmtilegt Watchmen-tengt efni, hvort sem það tengist myndinni eða myndasögunni sjálfri.
Til er slatti af svokölluðum Web-Diaries fyrir myndina sem sýna á bakvið tjöldin og kafa út í mismunandi efni, svosem tæknibrellur, búninga og fl. og fl. Hægt er einmitt að nálgast þessi vídeó á Watchmen-undirsíðunni. Smellið á titil myndarinnar til að komast þangað.
Svo er aldrei að vita nema við verðum með einhverjar getraunir og skemmtilegar uppákomur fyrir myndina.
Fylgist endilega með, og þið sem hafið litla vitneskju um myndina ættuð eindregið að kynna ykkur sýnishornin fyrir myndina, en á Kvikmyndir.is er einmitt hægt að skoða það í nær-fullkomnum fullscreen-gæðum.

