Basterds klippt niður?

First Showing.net greinir frá því að Weinstein-bræður, sem reka framleiðslukompaníið The Weinstein Company, eru í vandræðum með að finna sponsora til að styrkja markaðssetningu nýjustu myndar Quentins Tarantino, Inglourious Basterds. Myndin fékk voða blandaðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hefur hún verið mikið gagnrýnd fyrir lengd sína.

Basterds er lengsta mynd leikstjórans til þessa og þykir mörgum 152 mínútur vera fullmikið af hinu góða. Um þessar mundir eru Weinstein-bræður að reyna að fá Tarantino til að stytta myndina, og vilja þeir helst skera hana niður um 40 mínútur allt í allt. Leikstjórinn er ekki alveg sammála því en hann segist ætla að gera sitt besta til að stytta hana án þess að fórna of miklu. Til gamans má geta að Weinstein-bræður eru þeir sömu og báðu QT um að skipta Kill Bill í tvær sitthvorar myndir, og sama með Grindhouse.

Aftur á móti, þeir sem sáu Basterds á Cannes og fíluðu hana eru engan veginn ánægðir með styttingu hennar. Ben nokkur Kenigsberg hjá Time Out Chicago skrifaði grein sem heitir „Don´t cut Inglourious Basterds, you basterds!“ Þar talar hann um hvernig styttri útgáfa af myndinni gæti eyðilagt flæði hennar og uppbyggingu. Hér er brot úr greininni:

All I can say—as someone who thought Basterds was the unquestionable
highlight of this year’s Cannes competition—is that cutting won’t
remove what’s strange about the film; it’ll just ruin its pacing and
structure—and probably outrage QT’s sizable fanbase. The charge against
the movie is that it’s „talky“ and that too much of it is subtitled to
appeal to a mass audience. But if any contemporary filmmaker has proven
that large swaths of dialogue can be compelling, even profitable, it’s
Tarantino.


Myndin kemur í bíó í september á klakanum. Það kemur eflaust í ljós á komandi vikum hvort og hversu mikið myndin verður klippt.