Náðu í appið
Inglourious Basterds

Inglourious Basterds (2009)

"Once Upon a Time... in a Nazi-occupied France"

2 klst 33 mín2009

Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og...

Rotten Tomatoes89%
Metacritic69
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. Þeir eru orðnir svo færir í þessu að þeir hafa fengið viðurnefnið The Basterds meðal Þjóðverja. Seinna þá vinna þeir með breskum yfirmanni sem sendur var til að búa til áætlun um að drepa nokkra háttsetta þýska foringja við frumsýningu kvikmyndar sem á að fjalla um hetjudáðir þýsks hermanns. En eitthvað fer úrskeiðis þegar þeir hitta tengilið sinn, þýska leikkonu, og allir liðsmenn hópsins sem tala þýsku eru drepnir, sem verður til þess að flækja málin dálítið. Þannig að leiðtogi þeirra, Raine liðþjálfi, býr til varaplan. Annar þröskuldur í vegi þeirra er að kvikmyndasýningin er flutt í minna bíóhús af því að maðurinn sem fjallað er um í myndinni líkist eiganda bíóhússins. Og það sem þeir vita ekki er að eigandi hússins er Gyðingur sem missti alla fjölskyldu sína þegar þýskur foringi myrti hana, og sá foringi sér um öryggismálin á kvikmyndasýningunni. The Basterds vita ekki heldur að eigandi hússins er með sína eigin hernaðaráætlun.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
The Weinstein CompanyUS
A Band ApartUS
Zehnte Babelsberg FilmDE
Visiona RomanticaUS

Verðlaun

🏆

Crystoph Waltz fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Gagnrýni notenda (7)

Ingenious basterds

Haha ég verð nú að segja að þessi var skemmtilegt áhorf. Alltaf gaman að fara á Tarantino myndir sem maður hefur elskað að horfa á aftur og aftur... þessi mynd er svo vel skrifuð, skem...

Stórgóð grínádeila

★★★★☆

Quentin Tarantino kemur hér með sína eigin útgáfu á SS í seinni heimsstyrjöldinni sem segir frá flokk manna sem veiðir nasista til að drepa og skera af höfuðleðrið. Inglourious Basterds...

Tarantino's Basterds Delivers!!!

★★★★★

Munið þið eftir þeirri tilfinningu þegar þið voruð yngri hvað það var alltaf spennandi að fá 100 kallinn á laugardaginn, bara til þess eins að fara með hann í sjoppuna til þess að ...

Þessi mynd VIRKAR!

★★★★★

Allt sem þú veist um sögu Hitlers, skalt þú gleyma, því að þessi saga kemur henni ekkert við sögu þótt Hitler sé í henni. Allt sem gerist! Myndin virkar líka betur þannig! Mér finnst...

MEISTARAVERK!

★★★★★

Skítt með Kill Bill.... Ég held að Kill HITLER sé miklu meira málið !! Inglorious Basterds er ein af toppmyndum þessarar áratugar, og ég grínast ekki með það. Það er ekki eitt eleme...

Tarantino komin aftur

Upplifun mín af þessari mynd Tarantino´s er enn að mótast, en eftir að hafa séð hana á forsýningunni fyrir 2 dögum hef ég á tilfinningunni að þessi mynd verði í framtíðini sögð n...

Fyrst kemur Pulp, síðan Dogs, svo Basterds!

★★★★★

Quentin Tarantino hefur kannski ekki alltaf verið snillingur, en það er alltaf gaman að sjá hvaða furðulega stílbræðinga hann kemur með. Í hvert sinn sem hann býr til kvikmynd leggur hann...