G.I. Joe… númer tvö

Hasarmyndin G.I. Joe: The Rise of Cobra (eða DÁTAR, eins og hún var þýdd í bíó) komst kannski ekki í uppáhald hjá mörgum síðasta sumar en hún náði allavega að skila sér í plús, sem að sjálfsögðu bendir til þess að önnur mynd líti dagsins ljós. Endirinn gaf það líka nokkurn veginn í skyn.

Hins vegar, mér til mikillar ánægju, munu aðrir handritshöfundar taka það að sér að penna framhaldið og þeir eru heldur ekki af verri endanum. Það munu vera þeir Rhett Reese og Paul Wernick sem munu skrifa G.I. Joe 2, en þeir skrifuðu hina óvæntu Zombieland saman.

Framleiðsla myndarinnar er bara rétt að byrja þannig að ég býst ekki við því að myndin komi fyrr en eftir cirka tvö ár. Spenningur auðvitað í hámarki.