Avatar diskar seldir fyrir 16,6 milljarða

Vinsældir Avatar eru með hreinum ólíkindum, en á fyrstu fjórum dögunum sem DVD og Blue-Ray  diskar með Avatar hafa verið til sölu, hafa selst alls 6,7 milljón eintök. 

Twentieth
Century Fox
framleiðslufyrirtækið sagði í frétt að 2,7 milljón Blu-ray diskar hafi selst og 4 milljónir DVD diska. 

Samanlagt hafa tekjur af sölu diskanna numið 130 milljónum Bandaríkjadala, en diskarnir komu út þann 22. apríl sl.  Þetta gerir alls um 16,6 milljarðar íslenskra króna.

Þetta þýðir einnig samkvæmt fréttinni frá Twentieth Century Fox, að Avatar er orðinn sá Blue-Ray diskur sem selst hefur hraðar en nokkur annar í sögunni.

Ekkert hefur enn verið gefið upp varðandi útgáfu af DVD diski af Avatar í þrívídd, en samkvæmt talsmanni Fox er von á honum síðar.

Stikk: