Naomi Watts ( Mulholland Drive ) og Kate Beckinsale ( Pearl Harbor ) eiga í samningaviðræðum um að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Rain Falls. Lítið hefur heyrst um söguþráð myndarinnar, en vitað er að makaskipti koma við sögu í myndinni. Þeir sem hafa séð Mulholland Drive vita það að Watts er ekki feimin kona, og því má að líkum láta að hér sé um eitthvað erótískt efni að ræða. Á sínum tíma var talað um að Patricia Arquette og Amanada Peet myndu leika aðalhlutverkin, en úr því varð ekki. Fine Line Features mun framleiða myndina og tökur hefjast nú í sumar.

