Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Mulholland Drive 2001

(Mulholland Dr.)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. apríl 2002

An actress longing to be a star. A woman searching for herself. Both worlds will collide...on Muholland Drive.

147 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Rita er sú eina sem lifir af hræðilegt bílslys, en missir minnið eftir slysið. Hún þvælist inn í íbúð ókunnugs manns niðri í bæ, og saga hennar blandast á undarlegan hátt saman við líf Betty Elms, ungrar konu sem er að reyna að slá í gegn. En Betty er samt spennt fyrir ástandi Rita og er tilbúin að setja eigin drauma til hliðar til að leysa þessa ráðgátu.... Lesa meira

Rita er sú eina sem lifir af hræðilegt bílslys, en missir minnið eftir slysið. Hún þvælist inn í íbúð ókunnugs manns niðri í bæ, og saga hennar blandast á undarlegan hátt saman við líf Betty Elms, ungrar konu sem er að reyna að slá í gegn. En Betty er samt spennt fyrir ástandi Rita og er tilbúin að setja eigin drauma til hliðar til að leysa þessa ráðgátu. Konurnar tvær uppgötva fljótlega að ekkert er sem sýnist í borg draumanna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Stórundarleg mynd sem má hafa nokkuð gaman af. Það er aðallega handritið sem er vont og sérstaklega síðustu blaðsíðurnar virðast hafa verið skrifaðar á einhverju flippi. Annars er þetta góð mynd og mörg atriðin eru alveg mögnuð en því miður er soldið langt á milli þeirra og þá koma önnur atriði sem eru ekki nærri því eins mögnuð. Það er aldeilis verið að teygja lopann með einhverjum formúlukenndum og týpískum senum en svo fáum við það bætt upp með kraftmiklum augnablikum sem fá allavega mig til að hugsa um hversu frábær þessi mynd hefði getað orðið væri hún ekki svona langdregin og handritið hefði verið vandaðra. Grunnhugmyndin,umgjörðin og margar samræðurnar eru til fyrirmyndar en eitthvað klúðraðist. Margir eru ósammála mér en að mínu mati er Mulholland drive ekki svona góð en nokkuð góð samt. Mér bara getur ekki þótt svona mynd vera leiðinleg þó að hún sé pínu langdregin og hafi misheppnast örlítið. Mæli með þessari en bara ef þú hefur þolinmæði í hana. Tvær og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhvern veginn þegar ég hélt að hann væri farinn yfirum með snilldarræmunni Lost Highway þá hoppaði hann yfir yfirumið og kom með Steik-Í-Haus a la Lynch.Þegar ég var búinn að horfa á hana(Mulholland þ.e.a.s) vissi ég ekki hvort ég ætti að stökkva af gleði eða stökkva útum gluggann.Ég var Mr.Numb í langan tíma eftirá.En ég fékk að heyra smá kenningu um hvað myndin snerist þannig að ég ætla gefa þessari mynd séns.Það má ekki misskiljast að myndataka og leikstjórn er ekki hægt að draga niður og leikarar stóðu sig svona ágætlega(og fær hún eina og hálfa samkvæmt því).Mér þætti það ótrúlegt ef ég skyldi fíla þessa atburðarás eftir tilraun2 en ef það klikkar er áætlunarverki David Lynch samt sem áður fullkomnað.....og það er að hafa áhrif.Sjáið Blue velvet.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru ekki margir leikstjórar sem geta líkt eftir draumum (eða martröðum) á jafn áhrifaríkan hátt og David Lynch. Og ef eitthvað er, þá er Mulholland Drive besta dæmið um draum sem hefur verið kvikmyndaður. Flestir gagnrýnendur minnast á það hversu óskiljanleg myndin er og vilja meina að það sé annað hvort helsti galli eða kostur myndarinnar. Ég hef engan áhuga á þessum óskiljanlegleika. Fyrir mér gengur flest í myndinni upp, og það sem gengur ekki upp á án efa eftir að gera það eftir frekara áhorf. Mulholland Drive er mynd sem krefst þess að horft sé á hana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og krefst þess einnig að áhorfandinn hugsi virkilega um allt sem fer fram. En ég þarf ekki að segja ykkur það ... Ég vil, hins vegar, tala um allt það sem gerir þessa yndislegu mynd svona frábæra. Til að byrja með er hún óeðlilega falleg. Ég bendi t.d. á atriðið þar sem Camilla leiðir Diane upp Mulholland Drive ... hvernig það er tekið upp, hvernig óaðfinnanleg tónlist Angelo Badalamenti spilar undir og allt sem gerst hefur á undan í myndinni blandast saman og úr verður ólýsanlega fallegt atriði. Engin orð, bara myndir, tónlist og tilfinningin sem Lynch hefur skapað. Annað ótrúlegt atriði er stóra leikprufusenan hennar Betty, sem Naomi Watts leikur frábærlega vel. Þetta atriði er svo ... sérstakt ... að orð fá því ekki lýst. Watts er svo ótrúleg í atriðinu að það hálfa væri nóg. Svo er ekki hægt að tala um myndina án þess að minnast á ótrúlega myndatöku Peter Deming, sem ljáir myndinni þvílíkan draumaljóma sem aðeins fyrirfinnst í myndum eftir David Lynch. Ég hef ekki séð betri mynd í ár en Mulholland Drive. Hvort sem þér finnst hún óskiljanleg eða fullkomin þá er ekki hægt að neita því að hún er frumleg og mögnuð. Ég hlakka bókstaflega til að horfa á hana aftur, svo frábær er hún. Ég get ekki mælt nægilega mikið með henni. Ótrúleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mesta vitleysa sem ég hef á ævi minni séð! Það er ekki hægt að skilja neitt í því sem er að gerast í henni og vá! kann fólk ekki að leika?? Þetta er eins og að horfa á ódýra þýska klámmynd! Þetta er rugl út í gegn og mæli ég ekki með því að nokkur maður eyði tíma í þetta, hvað þá peningum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd. Loksins kemur mynd sem ég get kallað listaverk. Loksins finnst mér ég hafa upplifað list. Ég ætla að sjá þessa mynd aftur. Eitt af mörgu sem er sérstakt við þessa mynd er það að um leið og áhorfandanum er látið eftir að túlka hana, eins og sannri list sæmir, rígheldur myndin svo í athygli manns að maður veigrar sér við að blikka augunum. Og það allar 146 mínúturnar. Kannski ætti ég frekar að segja einmitt þess vegna. Ég er einn af þeim sem ekki skilur list. Þessi mynd breytti mér hvað það varðar. Frábært verk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn