Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Spartan er spennumynd af gamla skólanum, þ.e. myndin stendur og fellur með handritinu og leiknum. Það er ekki stólað á innantómar brellur og aulahúmor til að bjarga gloppum í handriti. Myndin fjallar um leyniþjónustumanninn Scott (Val Kilmer). Hann er harður í horn að taka og hlýðir skipunum án þess að hugsa sig um. Scott er mikill einfari og hleypur mönnum ekki of nálægt. Þegar dóttur valdamikils manns í Bandaríkjunum er rænt er Scott settur í málið. Rannsókn hans leiðir hann til æðstu manna í bandarísku stjórnkerfi. Spurningin er bara hvort einhver trúir honum. Eins og ég sagði stendur Spartan og fellur með handritinu. Til að byrja með er handritið skothelt en um miðja mynd hrapar myndin niður í meðalmennskuna og atburðarrásin verður gloppótt og oft á tíðum ótrúverðug. Val Kilmer stendur sig vel og William H. Macy er góður í litlu aukahluverki. Spartan er ágæt mynd en skilur lítið eftir sig.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
21. maí 2004