Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Heist 2001

(The Heist)

Justwatch

Frumsýnd: 11. janúar 2002

Love makes the world go 'round... Love of Gold.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Atvinnu skartgripaþjófur lendir upp á kant við félaga sinn til langs tíma, glæpaforingja sem sendir frænda sinn til að sinna eftirlitshlutverki.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Come on maður. Þessi mynd er ekki svona góð. Í rauninni er hún alls ekki góð á nokkurn hátt. Hér hefur David Mamet leikstjórinn greinilega verið að reyna að skapa eitthvað í líkingu við gamaldags krimmamyndir eða eitthvað þess háttar en svo klúðraði hann því alveg hrikalega þannig að útkoman er bara grunn og yfirborðskennd. Heist fær frá mér hálfa stjörnu fyrir það eitt að hún er vel leikin en afgangurinn er bara sorp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Plott á plott ofan myndin er æðisleg og það sem stendur upp úr er frábært handrit með nettum húmor fyrir svikum og svakalegt leikaraval.

Ég fór ekki á myndina í bíó af því að ég hélt að þetta væri bara ein dellan þar sem að framleiðandinn hefði með einhverjum ólýsanlegum brögðum náð að plata hóp frægra leikara til að hjálpa sér með, en það var algerlega rangt hjá mér.

Ég mæli eindregið með því að allir sjái þessa mynd, hún er ekki spenna út í gegn enda gengur hún ekki út á það, hún gengur út á eitt stórt rán, undirbúninginn, svik og pretti og endalaust plott.

Góðar samræður og góður leikur gera pðersónurnar skemmtilegar og athiglisverðar, það er greinilegt að það hefur verið lögð mikil vinna í myndina til þess að láta hana ganga upp, kíktu endilega á hana til þess að sjá um hvað er verið að tala.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg feykigóð bófamynd af gamla skólanum, hvar æskudýrkunin er látin víkja fyrir vönduðum vinnubrögðum og góðri sögu.

Leikarar eru allir feykigóðir og Hackman stórgóður að vanda í aðalrullunni, bófa sem er að verða fullgamall í bransann.

Sagan er skemmtileg og ættu allir unnendur gamaldags ránsmynda að hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Klikkuð afþreying með góðum leikurum
Aftur hefur leikstjóranum og handritshöfundinum David Mamet (sem gerði m.a. gullmolanna State and Main og The Spanish Prisoner) tekist að sanna sig með því að blanda saman flugbeittu handriti við magnað lið leikara. Þeir sem fara með helstu aðalhlutverkin eru þeir Gene Hackman, Danny DeVito og Delroy Lindo (sem fóru allir saman á kostum í Get Shorty), og svo eru þau Rebecca Pidgeon (sem var í þessum fyrrnefndu myndum Mamet's og er hálfgerður fastagestur hjá honum, enda eiginkonan hans), Ricky Jay og Sam Rockwell sem fara einnig með stór hlutverk.

Þessir leikarar ná allir vel saman, og standa því allir sig glæsilega. Hackman, Pidgeon og DeVito stóðu sig albest, þó að hinir séu ekki langt á eftir. Lindo (sem hafði verið frekar vonlaus áður fyrr; hann hefur a.m.k. ekki leikið í mörgum góðum myndum) kom á óvart, og líka á Ricky Jay hrós skilið fyrir sinn leik. Heist snýst raunar öll um svik, en er mjög vel útpæld í plottinu. Samtölin eru flest mjög vel unnin og sjálfsagt eru persónurnar stórskemmtilegar. Myndin losnar aldrei við spennuna (sem er þó í lágstemmdari kantinum), og er atburðarásin líka óútreiknanleg.

Í heild er þetta fantagóð svikamilla sem kemur manni skemmtilega á óvart, og er því óhætt að mæla með henni. Mamet er alltaf algjör meistari í að penna grípandi samtöl og því hlakka ég einnig til að sjá hvað hann gerir næst.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórfín glæpamynd sem fjallar um hóp þjófa. Höfuðpaurinn í genginu er kominn til ára sinna og vill fara að leggjast í helgan stein, en þannig vill til að hann er þvingaður til þess að taka þátt í einu loka ráni. Upp úr þessu hefst spennandi atburðarás þar sem ekki er allt sem sýnist og engum er óhætt að treysta. Gene Hackman fer með aðalhlutverkið hér og stendur sig virkilega vel. Danny DeVito leikur ''viðskiptafélaga'' hans og er gaman að sjá hann í harðgerðara hlutverki en hann hefur áður verið í. Rebecca Pidgeon (sem var líka í síðustu mynd Mamet's, State and Main) er hálfgerður senuþjófur hér og fer frábærlega með hlutverk eiginkonunnar sem á alltaf hnyttin tilsvör. Það er frekar sjaldgæft í dag að ég fari á myndir sem mér finnst skemmtilegar allan tímann, oftast koma kaflar inn á milli þar sem manni leiðist og ef maður er óheppinn með getur þetta átt við um alla myndina. Aftur á móti var bíóferð mín á Heist eitt af þessum sjaldgæfu skiptum þar sem myndin hélt athygli minni allan tímann, svo hér er alveg greinilega verið að gera eitthvað rétt. Handrit Mamet's er vel skrifað og samtölin sérstaklega skemmtileg. Í stuttu máli er Heist því virkilega traust afþreying sem fær mín meðmæl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.03.2022

Ambulance uppfyllti þarfir Bay

Á morgun verður nýjasta afurð stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd, Ambulance með Jake Gyllenhaal og Abdul-Mateen II í hlutverki bræðra sem ræna sjúkrabíl. Bay, sem á að baki þekktar myndir eins og Transfo...

28.12.2020

10 vinsælustu sjónvarpsþættir Netflix árið 2020

Not­endur Net­flix eyddu mestum tíma í að horfa á Money Heist, Tiger King og The Queen’s Gambit þetta árið. Streymisrisinn upp­lýsti not­endur sína á dögunum um hvert vin­sælasta sjónvarpsefni ársins 2020...

30.04.2020

Vinsælast á Netflix í apríl - Íslendingar límdir yfir skandölum, þunglyndi og hasar

Það er óhætt að segja að aprílmánuður þessa árs hafi verið gífurlega stór fyrir streymisveituna Netflix, sem og aðrar veitur. Vegna faraldurs og samkomubanna (og þá sérstaklega - í þessu samhengi - lokun kvik...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn