Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Krimmi af bestu gerð
The usual suspects er snilldarmynd, krimmi af bestu gerð. Hún kemur mikið á óvart og er sérstaklega vel leikin.
Hún fjallar um mann sem Kevin Spacey leikur, hann er að segja lögreglunni frá því sem gerst hefur vegna þess að bátur var sprengdur upp í loftið. Hann er búinn að fá friðhelgi eftir yfirheyrslu og er löggan að reyna að fá meira upp úr honum en í réttinum.
Hann fer að segja sögu sína og fjögurra annarra manna, þeir lentu saman í því að vera sakaðir um glæp og kynntust þannig í line up í fangelsi. Þeir ákveða að hefna sín á lögreglunni fyrir að taka þá inn fyrir glæp sem þeir frömdu ekki og fara að fremja glæpi saman.
En einn daginn kemur maður með skilaboð til þeirra um að þeir eigi að gera verk fyrir Keyser Söze þekktan glæpamann sem enginn hefur þó hitt. Þetta gera þeir en endar það illa með marga dauða og aðeins einn til að bera vitni.
En hvað gerðist í alvöru og er Keyser Söze til og ef hann er það hver er hann?
Þessi mynd er frábær og kemur gjörsamlega á óvart. Hún er prýdd stjörnuleikurum og stendur Kevin Spacey sig frábærlega í hlutverki sínu og fékk m.a.s. óskarinn fyrir það.
Þetta er krimmi sem er ólíkur flestum öðrum sem ég hef sé, mæli ég með henni fyrir alla.
The usual suspects er snilldarmynd, krimmi af bestu gerð. Hún kemur mikið á óvart og er sérstaklega vel leikin.
Hún fjallar um mann sem Kevin Spacey leikur, hann er að segja lögreglunni frá því sem gerst hefur vegna þess að bátur var sprengdur upp í loftið. Hann er búinn að fá friðhelgi eftir yfirheyrslu og er löggan að reyna að fá meira upp úr honum en í réttinum.
Hann fer að segja sögu sína og fjögurra annarra manna, þeir lentu saman í því að vera sakaðir um glæp og kynntust þannig í line up í fangelsi. Þeir ákveða að hefna sín á lögreglunni fyrir að taka þá inn fyrir glæp sem þeir frömdu ekki og fara að fremja glæpi saman.
En einn daginn kemur maður með skilaboð til þeirra um að þeir eigi að gera verk fyrir Keyser Söze þekktan glæpamann sem enginn hefur þó hitt. Þetta gera þeir en endar það illa með marga dauða og aðeins einn til að bera vitni.
En hvað gerðist í alvöru og er Keyser Söze til og ef hann er það hver er hann?
Þessi mynd er frábær og kemur gjörsamlega á óvart. Hún er prýdd stjörnuleikurum og stendur Kevin Spacey sig frábærlega í hlutverki sínu og fékk m.a.s. óskarinn fyrir það.
Þetta er krimmi sem er ólíkur flestum öðrum sem ég hef sé, mæli ég með henni fyrir alla.
The Usual suspects er klassískt meistaraverk. Ég var á öðru máli þegar ég sá hana fyrst en það var sennilega vegna þess hversu flókin mér fannst hún vera. Maður þarf að sjá hana oftar en einu sinni til að komast inn í söguna og þá fílar maður hana í ræmur. Allt frá upphafsatriðinu með glæsilega píanótónlist í bakgrunni til hins rosalega endis er allt við þennan gullmola óaðfinnanlegt. The Usual suspects segir frá Verbal Kint(Kevin Spacey) bækluðum smákrimma sem er viðstaddur skotbardaga á skipi í höfn, kemst lífs af og fer í viðtal hjá rannsóknarlögreglumanninum Dave Kujan(Chazz Palminteri). Kint segir margbrotna sögu af sér og fjórum samstarfsfélögum sínum(Gabriel Byrne, Stephen Baldwin, Benicio Del Toro, Kevin Pollack), Ungversku mafíunni og leyndardómsfulla glæpaforingjanum Keyser Söze(spoiler ef ég nefni leikarann). Það sem gerir The Usual suspects svo frábæra er hversu grípandi, svöl og stílísk hún er og allir leikararnir sýna toppleik með t.d. augnhreyfingum og töktum sem eru svo sannfærandi. Jafnvel Spacey sem ég er yfirleitt ekkert hrifinn af stendur sig afbragðsvel hér og þetta er hans besta frammistaða, ekki spurning. Baldwin leikur skotglaðan brjálæðing sem er bara mjög gott, Byrne alltaf jafn frábær og heldur er ekkert út á að setja Pollack, Del Toro og Palminteri. Dan Hedaya og Pete Postlethwaite eru þarna líka og þeim tek ég alltaf vel. Að mínu mati langbesta mynd sem Bryan Singer hefur gert og ein af bestu myndum sem ég hef séð. Það er ekki hægt annað en að gefa þessari snilld fjórar stjörnur.
Myndin er með eðalsleikurum en mér fannst hún ekkert svo spennandi. Bátur er sprengdur í loft upp og fjórir menn eru grunaðir. Það er Dean Keaton (Gabriel Byrne,Spider) sem er spillt lögga,Todd Hockney (Kevin Pollak,The Whole Nine Yards) sem er vélvirki,Michael McManus (Stephen Baldwin,Threesome) geðveikur byssumaður,Fred Fenster (Benicio Del Toro,Snatch) bullar mikið af ensku en enginn skilur hann. Verbal Kint (Kevin Spacey,The Life Of David Gale) er bæklaður krimmi sem lifði af sprenginguna, en myndin gengur út á það að hann er að segja löggu söguna (Chazz Palmentari,Analyse This). Þótt að myndin er áhugaverð minnir hún á aðrar myndir eftir t.d. Coen bræðurna (Fargo til dæmis) og aðra kvikmyndagerðamenn eins og Stanley Kubrick(Eyes Wide Shut til dæmis) ,Alfred Hitchcock (Vertigo og fleiri).
Þegar maður heyrir að nýjar spennumyndir koma út er maður ekki mikið spenntur. Ég hef séð aragrúa af spennumyndum og hef eiginlega séð allt sem getur gerst og þegar ég sest niður og horfi á spennumynd get ég vanalega getið mér til um hvað gerist næst. Þess vegna er mikilvægt að koma með svona sniðugar myndir eins og The Usual Suspects. Mjög vel staðið að henni í alla staði. Handritið gott og leikararnir ágætir, Benicio Del Toro kemur sterkur inn. Mjög sniðugur endir og algjörlega þess virði að eyða tveimur klukkutímum í.
Hinir “venjulega grunuðu” menn eru fimm: Dean Keaton (Gabriel Byrne), fyrrverandi spillt lögga sem er þekktur fyrir stálharða framkomu og taugar úr járni; Todd Hockney (Kevin Pollak), sérfræðing í vélbúnaði og sjálfsbjörgun; Michael McManus (Stephen Baldwin), hálf geðveik skytta; Fred Fenster (Benicio Del Toro), félagi McManus sem talar mikið en engin skilur hann og svo Verbal Kint (Kevin Spacey), bæklaður svikahrappur.
Verbal Kint er einn af tveimur mönnum sem lifðu af þegar bátur var sprengdur upp við San Pedro höfn, hinn maðurinn er mjög brenndur og hræddur ungverskur hryðuverkamaður sem segir að Keyser Soze hafi framið verknaðinn. Verbal er tekin af rannsóknarlögreglumanninum Dave Kajun (Chazz Palminteri) og er látinn segja frá öllu sem kemur bátnum við. Kvikmyndin gengur svo út á það að hann er að segja Kajun frá hvað gerðist einsog hann man það. En Kint er ekki áreiðanlegur sögumaður og þegar maður er að horfa á myndina hugsar maður oft, hvað af því sem hann er að segja gerðist og hvað er bara hugarburður hans.
Leikstjórinn, Bryan Singer fær lánað frá mörgum meisturum þegar hann gerði The Usual Suspect, allt frá Hitchcock til Coen bræðra en gerir það vel. Hann nær að taka öll atriðin og gera þau fersk, þó að flest í myndinni hefur komið fram oft áður. Handritið eftir Christopher McQuarrie er magnað það heldur áhorfandanum föngum út myndina og refsar þeim sem fylgjast ekki nógu vel með því að það verður að horfa á myndina frá byrjun til enda til þess að skilja hvað er í gangi að hverju sinni.
Leikararnir eru flestir frábærir, margir leika hlutverk sem er algerlega ólík þeirra venjulegu hlutverkum. Kevin Pollak er vanur að leika “comic relief” góða karlinn en hér er hann vægðarlaus morðingi. Stephen Baldwin leikur hinn fullkomna vitfirring og lætur mann hugsa, hvernig endaði hann með að leika í The Flintstones 2? Benicio Del Toro kemur með flestan húmorinn, aðallega útaf hinum óskiljanlega hreimi. Kevin Spacey fer með besta leik kvikmyndarinnar, hann er algerlega sannfærandi sem hin bæklaða skræfa sem segir söguna en þegar maður hlustar á verður maður að muna að við heirum bara hans útgáfu...
- www.sbs.is
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Gramercy Pictures
Vefsíða:
www.facebook.com/usualsuspectsmovie/
Aldur USA:
R
- Fenster: Hand me the fucking keys, you cocksucker, what the fuck?
- Verbal Kint: The greatest trick the devil ever pulled was convincing the world he didn't exist.
- Verbal Kint: How do you shoot the devil in the back? What if you miss?