Náðu í appið
Mission: Impossible - Dead Reckoning - Part One

Mission: Impossible - Dead Reckoning - Part One (2023)

"We all share the same fate."

2 klst 43 mín2023

Ethan Hunt og félagar í Mission Impossible hópnum þurfa að finna lykilinn að stórhættulegu vopni sem ógnar öllu mannkyni áður en hann lendir í röngum höndum.

Rotten Tomatoes96%
Metacritic81
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Ethan Hunt og félagar í Mission Impossible hópnum þurfa að finna lykilinn að stórhættulegu vopni sem ógnar öllu mannkyni áður en hann lendir í röngum höndum. Nú hefst hættulegur eltingarleikur sem teygir sig víða um lönd. Dularfullur en mjög valdamikill óvinur birtist og Ethan þarf að hugleiða hvort verkefnið sé mikilvægara en líf þeirra sem honum þykir vænst um.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Í þessari kvikmynd er Tom Cruise orðinn eldri en leikarinn Jon Voight var þegar hann lék í Mission: Impossible frá árinu 1996, fyrstu myndinni í seríunni. Voight var 57 ára á þeim tíma en Cruise var 57 ára þegar tökur hófust á þessari mynd og 59 ára þegar tökum lauk. Hann verður 61 árs þegar myndin verður frumsýnd.
Við tökur á Ítalíu smituðust tólf manns á tökustað af COVID-19. Þegar tökum var haldið áfram í Bretlandi greiddi Tom Cruise persónulega 500 þúsund pund, jafnvirði næstum 90 milljóna íslenskra króna, fyrir gamalt skemmtiferðaskip fyrir tökulið og leikara til að vera í einangrun í.
Við frumsýningu myndarinnar hafa liðið 27 ár síðan fyrsta myndin í flokknum, Mission: Impossible (1996), var frumsýnd.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Skydance MediaUS
TC ProductionsUS