Náðu í appið
Mission: Impossible

Mission: Impossible (1996)

Mission Impossible

"Expect the Impossible"

1 klst 50 mín1996

Myndin er byggð á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum.

Rotten Tomatoes67%
Metacritic59
Deila:
Mission: Impossible - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Streymi
Disney+
Leiga
Síminn

Söguþráður

Myndin er byggð á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum. Jim Phelps er sendur til Prag í Tékklandi til að koma í veg fyrir þjófnað á háleynilegu efni. Eiginkona hans, Claire, og félagi hans Ethan Hunt, eru hluti af sérsveit Phelps. Til allrar óhamingju þá fer eitthvað hrikalega úrskeiðis og sendiferðin mistekst, og Ethan Hunt er sá eini sem lifir af. Eftir að hann tilkynnir að verkefnið hafi mistekist, þá grunar Kettridge, yfirmanni Ethans, að það sé Ethan að kenna að verkefnið klúðraðist. Núna þarf Ethan að beita óvenjulegum aðferðum, þar á meðal þarf hann að fá hjálp hjá vopnasalanum "Max", til að finna þá sem leiddu hann í gildru, og til að hreinsa nafn sitt af ásökunum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (13)

★★★☆☆

Tom Cruise hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og mun aldrei verða það,ég hef reyndar ekki séð Magnolia en mun vonandi gera það bráðlega.Árið 1996 lék hann leyniþjónustu m...

Þarna höfum við blöndu af hinum ýmsu hráefnum sem að öll blandast vel saman og gera mynd sem að heldur manni við tækið. Tónlistin hafði sinn þátt í að gera þessa mynd eins vinsæla ...

Frábær mynd um leyniþjónustumanninn Ethan Hunt (Tom Cruise) sem að lendir í miklum vandræðum eftir misheppnað verkefni vegna svikara í hópnum sínum. Nú þarf hann að finna svikarann og k...

Mjög góð mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Myndin fjallar um Ethan Hunt (Tom Cruise) sem er hátækninjósnari og vinnur hann hjá CIA. Um tíma hefur CIA haft grun um að einhver hátsettur in...

Tom Cruise sem leikur hér Ethan Hunt sem vinnur fyrir Leyniþjónustuna er sendur í smá verkefni með hópnum sínum þegar eitthvað mistekst og allir í hópnum deyja nema hann. Þar sem að h...

★★★★★

Langskemmtilegasta njósnamynd sem ég hef séð.Allir leikarar standa sig vel og er söguplottið magnað.Fátt er yfirdrifið en miðað við NR2 þá er það bara peanuts.Það sem er svalast við...

Topp spennumynd eins og þær gerast bestar. Tom Cruise, Ving Rhames og Jean Reno alveg frábærir í myndinni.

Frábær mynd. Að vísu finnst mér Tom Cruise lélegur leikari en hann er góður í þessari mynd. Jean Reno er frábær leikari ogvleikur bara í góðum myndum. Brian De palma með sína bestu m...

Eftir fáum myndum hefur verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu og þessum frábæra trylli leikstjórans Brians De Palma sem hefur ekki gert betri mynd síðan The Untouchables árið 1987....

Þetta er snilldar njósnara mynd með Tom cruise og John voight í aðalhlutverki. Að mínu mati er þetta miklu betri mynd en framhaldsmyndin það er meiri hugsun í þessari og hún kemur mann...

★★★☆☆

Njósnamynd í meðallagi með frekar týpiskum söguþræði. DePalma ekki í sinum besta gír og leikhópurinn stendur sig bærilega.

Leyniþjónustumynd sem hefur ákaflega lítið með samnefnda sjónvarpsþætti að gera. Fínn leikur, myndataka og brellur, en þrælgötóttur söguþráður skemmir fyrir. Tom Cruise leikur leyni...

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Cruise/Wagner ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Valin besta erlenda myndin á japönsku kvikmyndaverðlaununum. Vann MTV verðlaun fyrir besta hasaratriðið, eltingarleikinn í lest og þyrlu.

Frægir textar

"Kitteridge: I understand you're very upset.
Ethan: You've never seen me very upset. "