Náðu í appið
Mission: Impossible - Ghost Protocol

Mission: Impossible - Ghost Protocol (2011)

Mission Impossible 4

"No Plan. No Backup. No Choice."

2 klst 13 mín2011

Árásir hryðjuverkahópa halda áfram víða um heim og í einni slíkri hrinu, sem veldur gríðarlegu tjóni og banar fjölda manns, vakna grunsemdir um að IMF,...

Rotten Tomatoes93%
Metacritic73
Deila:
Mission: Impossible - Ghost Protocol - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Streymi
Disney+
Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Árásir hryðjuverkahópa halda áfram víða um heim og í einni slíkri hrinu, sem veldur gríðarlegu tjóni og banar fjölda manns, vakna grunsemdir um að IMF, leyniþjónustan sem Ethan starfar fyrir, sé viðriðin málið. Svo fer að stjórnvöld ákveða að loka á alla starfsemi IMF á meðan málið er til lykta leitt. Ethan Hunt veit hins vegar að grunsemdir um þátttöku IMF í hryðjuverkum eiga við engin rök að styðjast heldur hljóta hér að vera á ferðinni valdamiklir aðilar sem vilja ryðja honum og hans fólki úr vegi á meðan þeir ljúka við verkefni sitt, hvað sem það nú annars er. Með aðeins þrjá starfsfélaga sér við hlið, eftir að yfirmaður hans er myrtur, ákveður Ethan að leggja til atlögu við ofureflið, vitandi það að annað hvort tekst honum að fletta ofan af samsærinu eða bæði hann og félagar hans munu deyja ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Fjörugt brjálæði með skammt af fáranleika

Það er virkilega gott að sjá Tom Cruise aftur í hasargírnum. Hann hefur ekki verið áberandi seinustu ár í bíó og þrátt fyrir drulluskemmtilega frammistöðu í Knight and Day náði sú ...

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Bad RobotUS
TC ProductionsUS
Skydance MediaUS