Einhver mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir með eina bíomynd. Eftir að hafa séð forverann átti ég vona á góðri spennumynd þar sem maður þyrfti jafnvel að hugsa. Í stað þess mæ...
Mission: Impossible II (2000)
Mission Impossible 2
"Expect the impossible again"
Vísindamaður, sem er vinur IMF ( Impossible Missions Force ) fulltrúans Ethan Hunt, staðsettur í Sydney, vill fá hann til að fylgja sér til Atlanta, sem hann gerir.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
Vísindamaður, sem er vinur IMF ( Impossible Missions Force ) fulltrúans Ethan Hunt, staðsettur í Sydney, vill fá hann til að fylgja sér til Atlanta, sem hann gerir. En í flugvélinni á leiðinni þangað gerist nokkuð undarlegt og Ethan drepur vísindamanninn. Þá kemur í ljós að ekki var um Ethan sjálfan að ræða heldur mann með grímu sem þóttist vera hann. Hann og samstarfsmenn hans stökkva út úr vélinni og vélin brotlendir á fjalli. Alvöru Ethan er síðan beðinn um að taka að sér verkefni en áður en verkefnið hefst er hann beðinn að hafa konu að nafni Nyah Hall með í hópnum, en hún er þjófur sem getur hjálpað til. Hann gerir þetta og fer að hitta yfirmann sinn sem segir honum allt af létta af vísindamanninum og hrapi flugvélarinnar. Hann segir að þar sem hann hafi ekki náð í Ethan, hafi hann sent annan fulltrúa, Sean Ambrose, sem er sérfræðingur í dulargervum, rétt eins og Ethan. Þeir álykta svo sem svo að Ambrose hafi verið sá sem hafi fargað flugvélinni og drepið vísindamanninn, og stolið því sem vísindamaðurinn var með í fórum sínum sem var nokkuð sem kallast Chimera. Nú er það verkefni Ethan að ná því til baka. Hann fær svo að vita að Nyah sé fyrrverandi kærasta Sean og hann vilji fá hana aftur. Ethan hikar af því að það virðist sem svo að þau tvö hafi tilfinningar til hvors annars, en er samt sannfærður um að hún sé besta von þeirra til að finna Ambrose, þannig að hann biður hana um að slást í hópinn, sem hún og gerir.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Frægir textar
"Ethan: Would you feel better if I didn't want you to do this?
Nyah: Yes.
Ethan: THEN FEEL BETTER!"
Gagnrýni notenda (27)
Algjör eftirbátur fyrri myndarinnar hvað varðar spennu og einfaldleika í söguþræði. Virkar samt mun nútímalegri og hátæknivæddari en þó svo sé þurftu menn að stæla hina og nefni é...
Ég á bara ekki til orð. Eftir að hafa trassað að horfa á þessa mynd í þónokkurn tíma þá lét ég loks verða af því og horfði á hana. Ég settist niður með popp og kók og æ...
Mér fannst þetta mjög góð mynd en það hefðu mátt vera meiri skot og bardaga atriði í myndinni. Áhættuatriðin voru meiri háttar og Tom Cruise lék mjög vel í myndinni.
Gott dæmi um misheppnaðar framhaldsmyndir er þessi ræma hér.Ég man þegar hún var að koma út var maður með titring af eftirvæntingu en kom síðan einsog uppvakningur útúr bíóinu.Hef r...
Verulega þreytt leyniþjónusturæma með litlu sem engu innihaldi. Tom Cruise er eiginlega alltaf sama týpan og er Mission Impossible 2 engin undantekning. Reyndar á myndin sér einhverja góða p...
Áður en ég fór á Mission Impossible hafði ég heyrt að hún væri gjörsamlega ónýt mynd, þannig að þegar ég fór á hana bjóst ég ekki við neinu. Mér fannst M:I-2 vera ágætis mynd,...
Æ æ, þegar ég frétti að það ætti að gera framhald af Mission Impossible bjóst ég við algjöru rusli því að sú fyrri er hundleiðinleg og alltof ofmetin, en það sama verð ég að se...
Hvað er svo sem hægt að segja...? Jú, "Mannskemmandi" er svo sem eitt orð, ekki verra en hver önnur. Hreint út sagt hræðilega léleg mynd; ég nenni varla að eyða orðum í að fara út í ...
Ógeðslega fyndin mynd. Sérstaklega þegar hann er að slást. Það er eins og hann hafi verið að spila Tekken 3 alla ævi. Svo er gott að vera í goðum skóm þegar maður fer á mótorhjól....
Geðveik mynd. Plottið í myndinni er solid. Myndataka geðveik. Frábærir leikarar. John Woo rokkar í þessari mynd.
Þessari mynd er nóg að lýsa í einu orði, mögnuð. Og þá meina ég mögnuð í alla staði. Eitthvað hef ég séð að gagnrýnendur gefa henni frekar slappa dóma en ég gef skít í það.
Ágætis mynd. Hún kemst samt ekki í hálfkvisti við fyrri myndina. Tom Cruise er ágætur, en það er verst hvað þeir nota Anthony Hopkins lítið. Myndin fjallar í stuttumáli um að maður i...
Þetta hefði getað verið góð mynd ef þeir hefðu sleppt öllum þessum slow-motion atriðunum og ekki gleyma dúfunum sem voru hreint út sagt fáranlegar. Ég meina hvað voru dúfurnar að ger...
Þegar ég sá myndina bjóst ég við mynd sem var með plotti og spenni en það er ekkert gott plott í myndinni hún er fáránlega óraunsæ, að mínu mati langt því frá eins góð og fyrri ...



































