Náðu í appið
Öllum leyfð

Ratatouille 2007

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 15. ágúst 2007

He's dying to become a chef.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
Rotten tomatoes einkunn 87% Audience
The Movies database einkunn 96
/100

Remy lifir á rusli með fjölskyldu sinni á sveitabýli, en ólíkt flestum hefur hann stóra drauma; hann þráir það heitast að verða kokkur. Á flótta frá býlinu stía örlögin honum frá fjölskyldunni og staðsetja hann á fyrrverandi veitingahús átrúnaðargoðs síns, kokksins Gusteau, sem er í París. Þar kynnist hann hinum klaufalega strák Linguini, sem er... Lesa meira

Remy lifir á rusli með fjölskyldu sinni á sveitabýli, en ólíkt flestum hefur hann stóra drauma; hann þráir það heitast að verða kokkur. Á flótta frá býlinu stía örlögin honum frá fjölskyldunni og staðsetja hann á fyrrverandi veitingahús átrúnaðargoðs síns, kokksins Gusteau, sem er í París. Þar kynnist hann hinum klaufalega strák Linguini, sem er ekki um margt fær í eldhúsinu, en í slagtogi við Remy og hæfileika hans geta þeir slegið í gegn í matarheiminum.... minna

Aðalleikarar

Meira fyrir fullorðna en börn
Ratatouille er fremur óvenjuleg fjölskyldumynd og finnst mér persónulega að efnisinnihald hennar höfði betur til fullorðna. Myndin er auðvitað fjölskylduvæn út á alla kanta, en hún er töluvert lágstemmdari en hefðbundnar teiknimyndir ásamt því að minna ærslafull. Mér finnst þetta alls ekki vera neikvæður hlutur, en ég held að yngstu áhorfendur hafi takmarkaðan áhuga á mynd sem að snýst að mestu leyti um matargerð.

Handritið er þó með því betra sem Pixar hefur haft í höndunum frá upphafi. Brad Bird er sömuleiðis einhver besti starfskraftur þeirra (enda þykir mér The Incredibles vera ein besta mynd fyrirtækisins) og er alveg ótrúlegt hvað maðurinn er hæfileikaríkur. Hér mótar hann ekki aðeins mjög ferska og skemmtilega sögu, heldur furðulega hjartnæma og talsvert þroskaða.

Grafíkin lítur einnig glæsilega út, en það er löngu orðinn sjálfsagður hlutur þegar Pixar-mynd er um að ræða. Ratatouille er hlý og vel heppnuð mynd í staði. Hún hefði hugsanlega mátt vera aðeins fyndnari, en kannski er það bara minn standard, en helstu einhver helstu einkenni þessara teiknimynda er einmitt þessi tvíræði fullorðinshúmor. Engu að síður er gaman að sjá aftur gott framlag frá Pixar (ath. ég fílaði Cars ekkert sérstaklega mikið), þó svo að leikstjórinn eigi nánast öll hrósyrði skilið þar, frekar en fyrirtækið.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ratatouille er ein af þessum myndum sem hífur upp álit manns á tölvuteiknuðum myndum sem því miður hafa verið ansi mikið á niðurleið eftir að þær urðu auðveldari í framleiðslu. Myndin er fjörug,fersk og alveg rosalega skemmtileg. Svo maður tali nú ekki um teikningarnar en þær eru frábærar. Ég allavega mæli stórlega með Ratatouille en hún skilur mann ekki eftir svikin í sætinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.06.2021

Yfir 600 titlar á Disney+ væntanlegir með ís­lensk­um texta eða tali

Yfir 600 kvikmyndir verða aðgengilegar með ís­lensk­um texta eða tali á streym­isveitunni Disney+ á næstunni, þar af eru yfir 100 teikni­mynd­ir tal­sett­ar á ís­lensku. Þessu greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn