Topp tíu matarmyndir

Ljósvíkingar er líklega fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem fjallar um matar- og veitingahúsamenningu.

Af því tilefni tókum við saman topplista yfir helstu kvikmyndir um matargerð:


1. Ratatouille (2007)

Af hverju er hún góð: Fallega teiknuð og hlýleg saga gerir myndina að einni bestu matarmynd sem gerð hefur verið.

Ratatouille (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn8/10

Remy lifir á rusli með fjölskyldu sinni á sveitabýli, en ólíkt flestum hefur hann stóra drauma; hann þráir það heitast að verða kokkur. Á flótta frá býlinu stía örlögin honum frá fjölskyldunni og staðsetja hann á fyrrverandi veitingahús átrúnaðargoðs síns, kokksins ...

2. Chef (2014)

Af hverju er hún góð: Hún nær vel að sýna gleðina við eldamennsku og mikilvægi fjölskyldunnar.

Chef (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn7/10

Jon Favreau leikur hér kokkinn Carl Casper sem er ósáttur við að þurfa að elda mat eftir dyntum annarra og bregður ítrekað út af hefðbundnum matseðli vinnuveitanda síns. Við það er vinnuveitandinn ósáttur og dag einn sýður upp úr í orðsins fyllstu merkingu og Carl er rekinn. ...

3. Julie & Julia (2009)

Af hverju er hún góð: Minnisstæð frammistaða Meryl Streep í hlutverki Julia Child.

Julie and Julia (2009)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 77%

Myndin segir frá Julie Powell, sem ákveður einn daginn að prófa að matreiða allar 524 uppskriftirnar í matreiðslubók eftir Juliu Child, en hún ber nafnið „Mastering the Art of French Cooking“. Heldur Julie skrá yfir tilraunir sínar í þeim tilgangi að gefa út bók byggða á ...

Meryl Streep tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.

4. Jiro Dreams of Sushi (2011)

Af hverju er hún góð: Hér kafað djúpt í fagmennskuna og metnaðinn sem þarf til að verða frábær kokkur.

Jiro Dreams of Sushi (2011)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 99%
The Movie db einkunn8/10

Jiro Ono er líklega besti sushi-kokkur í öllum heiminum. Jiro er 85 ára gamall en vinnur sleitulaust dag hvern frá sólarupprás til sólarlags að því að fullkomna sushigerðarlist sína. Veitingahúsið hans er hálffalið í neðanjarðarlestarstöð í Tokyo og tekur aðeins 10 manns í ...

5. Big Night (1996)

Af hverju er hún góð: Fallega gerð mynd sem fjallar m.a. um áskoranir sem fylgja veitingageiranum.

Big Night (1996)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 97%

Tveir innflytjendur og bræður, Primo og Secondo, reka ítalskan veitingastað í Bandaríkjunum. Til að bjarga rekstrinum leggja þeir allt undir til að undirbúa ótrúlega veislu til heiðurs Louis Prima. ...

6. Burnt (2015)

Af hverju er hún góð: Hér fáum við innsýn í álagið sem fylgir því að vinna í hágæða veitingahúsi.

Burnt (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 29%
The Movie db einkunn6/10

Matreiðslumaðurinn Adam Jones var í frábærum málum, en klúðraði því öllu. Hann var kokkur á tveggja Michelin stjörnu veitingastað en á sama tíma var hann með skelfilega ósiði sem komu honum í koll. Hann var alræmdur í frönsku veitingahúsaflórunni og óútreiknanlegur, og ...

7. Eat Drink Man Woman (1994)

Af hverju er hún góð: Hér er kafað djúpt í tengsl innan fjölskyldu og hlutverk matar í að halda við hefðum.

Eat Drink Man Woman (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 88%

Kínverski meistarakokkurinn Chu, sem er ekkill og kominn á eftirlaun, og fjölskylda hans búa í Taipei í Taiwan. Hann býr með þremur aðlaðandi dætrum sem allar eru á lausu. Fljótlega kynnast þær allar manni. Þegar þessi nýju sambönd byrja að blómstra þá brotna staðalmyndir og...

8. The Hundred-Foot Journey (2014)

Af hverju er hún góð: Heillandi saga um átök milli veitingamanna og alþjóðlegt tungumál matar.

The Hundred-Foot Journey (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 69%
The Movie db einkunn7/10

Myndin segir frá indverskri fjölskyldu sem flúði frá Indlandi eftir að veitingastaður þeirra var eyðilagður í óeirðum stjórnarandstæðinga með þeim afleiðingum að fjölskyldumóðirin, sem jafnframt var kokkurinn á veitingastaðnum, lét lífið. Síðan þá hefur ...

9. Tampopo (1985)

Af hverju er hún góð: Hér er lögð áhersla á listina við að elda ramen súpur.

Tampopo (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 100%

Í þessari fyndnu lofgjörð um ástina á matargerð stoppa tveir vörubílstjórar á hrörlegum núðlustað. Ekkjan sem rekur staðinn, Tampopo, biður þá um að hjálpa sér að snúa rekstri staðarins við og gera hann að fyrirmynd annarra núðlustaða. ...

10. The Menu (2022)

Af hverju er hún góð: Kaldhæðnisleg og flugbeitt sýn á fín veitingahús.

The Menu (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 88%

Ungt par fer á fjarlæga eyju til að snæða þar á rándýrum veitingastað þar sem sem matreiðslumaðurinn undirbýr glæsilega máltíð, með nokkrum óvæntum og yfirgengilegum uppákomum....