Topp 10 hlutir sem þú vissir ekki um Iron Man

Síðan fyrsta Iron Man myndin var frumsýnd árið 2008 þá hefur þessi Marvel teiknimyndahetja orðið frægari en nokkru sinni fyrr, og myndir af Iron Man eru orðnar algeng sjón um allan heim. Það er þó ýmislegt forvitnilegt við hetjuna og myndirnar, sem er kannski ekki á allra vitorði. Vefsíðan ScreenCrush hefur tekið saman lista yfir 10 atriði sem þú veist ekki um Iron Man, en listann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

1. Tom Cruise var næstum því ráðinn í hlutverk Iron Man

Það er erfitt núna að ímynda sér einhvern annan en Robert Downey Jr. sem Iron Man en vitað er að Tom Cruise kom til greina í hlutverkið. Hann hafnaði því af því að hann var ekki sáttur með handritið. ( á tímapunkti þá var Quentin Tarantino einnig spenntur fyrir að leikstýra myndinni )

Annar stórmeistari, Nicolas Cage, sýndi hlutverkinu áhuga árið 1997, en spurning hvort að það hefði verið góð hugmynd að fá hann í búninginn!

2. J.A.R.V.I.S. er stytting á lengra nafni

Í Marvel teiknimyndasögunum þá er Jarvis hinn tryggi einkaþjónn the Avengers ofurhetjuteymisins. Í Iron Man myndunum er J.A.R.V.I.S. nafnið yfir gervigreindarkerfi Tony Stark sem er einskonar einkaþjónn hans í Iron Man búningnum. Nafnið er einnig skammstöfun fyrir „Just a Rather Very Intelligent System.“

3. Iron Man búningurinn getur lyft meira en 100 tonnum

Þegar búningurinn er full hlaðinn, þá getur Tony Stark lyft 100 tonnum í Iron Man búningnum. Það er vel að verki staðið, til dæmis þegar horft er til þess að hámarksþyngdin sem græna ofurhetjan Hulk getur lyft ( þegar hann er ekki æstur ) er einnig 100 tonn. Stark hannar á einum tímapunkti the Hulkbuster búning ( sem sjá má hér að ofan ) sem getur lyft 175 tonnum til að geta slegist við The Hulk við ákveðnar aðstæður.

4. Iron Man verður fimmtugur á þessu ári

Iron Man kom fyrst fram á sjónarsviðið í  „Tales of Suspense“ blaðinu, nr. 39, árið 1963 þegar kalda stríðið stóð sem hæst, og var hann því kynntur sem and kommúnísk hetja.  Eftir því sem árin líða hefur hann orðið meira og meira háður hátækni til að lifa af, og barðist við áfengisfíkn í sögunni „Demon in a Bottle“ frá áttunda áratug síðustu aldar.

Hann hefur verið hluti af The Avengers teyminu nær alla tíð, og hefur átt í höggi við þorpara eins og Dr. Doom og the Skrulls.

5.  Menn eru langt komnir með að búa til alvöru Iron Man búning

Flugvélaframleiðandinn Lockheed Martin er eitt af mörgum fyrirtækjum sem er að þróa búning svipaðan Iron Man búningnum. Svokallað Human Universal Load Carrier (HULC), er hannað til að bera allt að 90 kíló og ferðast með 16 km hraða á klukkustund.

6. Aðdáandi bjó til flottasta Iron Man búninginn

Á meðan við bíðum eftir að geta keypt okkur Iron Man búning á viðráðanlegu verði, getum við smíðað okkur búning eins og þessi aðdáandi gerði.

Búningurinn hefur upplýst augu, mótorstýrða íhluti, og ventla sem skjóta út gufu.

7. Robert Downey, Jr. er ein elsta ofurhetja heims

Ofurhetjuleikarar eru yfirleitt frekar ungir og nægir þar að nefna menn eins og Chris Evans sem leikur Captain America, Andrew Garfield sem leikur Spider Man og Chris Hemsworth sem leikur Thor.  Downey hinsvegar er nýorðinn 48 ára, sem þýðir að hann er einn elsti leikarinn til að leika ofurhetju.

8. Framleiðendur Iron Man 3 tóku sér skáldaleyfi með the Mandarin

Eins og aðdáendur Iron Man myndasagnanna vita þá er the Mandarin einn helsti höfuðóvinur Iron Man. Framleiðendur Iron Man 3 tóku sér skáldaleyfi með þessa persónu í myndinni. Til dæmis þá er the Mandarin ekki kínverskur í myndinni. Hann er heldur ekki með ofurhringa sem hann tók úr geimskipi sem brotlenti.

Samkvæmt leikstjóranum Shane Black, þá voru þessar breytingar og fleiri, gerðar til að gera persónuna raunverulegri og minna fyrirsjáanlega.

9. Persóna Tony Stark er byggð á Howard Hughes

Samkvæmt höfundi Iron Man, Stan Lee, þá var Tony Stark byggður á viðskiptajöfrinum bandaríska Howard Hughes, sem Lee talar um sem „einn litríkasti maður vorra tíma. Hann var uppfinningamaður, ævintýramaður, milljarðamæringur, kvennamaður og að lokum klikkhaus.“

10. The Mandarin kom næstum fram í Iron Man 1

Í einu af fyrstu drögum að handriti fyrstu Iron Man myndarinnar þá kom Mandarin þar við sögu, en leikstjórinn Jon Favreau, ýtti honum útaf borðinu því honum fannst persónan vera of fjarstæðukennd. Í staðinn er Stark í byrjun myndarinnar tekinn af hryðjuverkahópi sem er þekktur sem the Ten Rings, eða Hringarnir tíu, sem er bein tilvísun í ofurhringi the Mandarin.