Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS I Love You.

Í frétt blaðsins segir að ef að mynd hafi töluna 2 í endann á titlinum, þá séu líkur á að hún sé tvisvar sinnum verri en fyrri myndin. Þeir segja að Godfather 2 sé reyndar undantekningin, en ekki reglan.

Með litlu framleiðslufé, slæmum leikurum og hræðilegum handritum, þá eru framhaldsmyndir oftast vonbrigði, enda séu myndirnar oftast meira gerðar af græðgi en listrænum metnaði, þar sem framleiðendur vilja maka krókinn á velgengni fyrri myndarinnar.

Blaðamaður The Independent er mjög efins um PS I Love You framhaldið sem nú er í vinnslu, og spyr sig hvort að Hillary Swank muni missa eiginmann sinn aftur, eða hvort hann muni rísa upp frá dauðum. En líklega er meiri harmur og grátur og gnístran tanna, á leiðinni.

Hér eru myndirnar 27:

 1. Zoolander 2
 2. I Still Know What You Did Last Summer
 3. Jaws 2
 4. American Psycho 2
 5. Dirty Dancing: Havana Nights
 6. Titanic II
 7. The Sting II
 8. Book of Shadows: Blair Witch 2
 9. Rambo First Blood: Part 2
 10. Wall Street: Money Never Sleeps
 11. Weekend at Bernie’s 2
 12. S. Darko
 13. Little Fockers
 14. Now You See Me 2
 15. Mulan II
 16. Son of the Mask
 17. Grease 2
 18. Dumb and Dumber To
 19. The Birds II: Land’s End
 20. Basic Instinct 2
 21. Cruel Intentions 2
 22. Mean Girls 2
 23. Blues Brothers 2000
 24. The Godfather Part III
 25. The Next Karate Kid
 26. Staying Alive
 27. Speed 2