Náðu í appið
82
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Godfather: Part III 1990

Justwatch

Real power can't be given. It must be taken.

162 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 60
/100
Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna; í flokkunum Besta mynd, besta tónlist, besti leikur í aukahlutverki ( Andy Garcia ) , listræn stjórnun, kvikmyndataka, leikstjórn og klipping.

Hér í þessari þriðju og síðustu mynd um Corleone mafíufjölskylduna er Michael Corleone farinn að reskjast og vill gera fjölskyldufyrirtækið heiðvirt og löglegt og vill aðskilja sjálfan sig frá ofbeldisfullum neðanjarðarheiminum, en yngri meðlimir fjölskyldunnar gera honum erfitt fyrir. Hann reynir að tengja fjármál Corleone fjölskyldunnar við Vatíkanið... Lesa meira

Hér í þessari þriðju og síðustu mynd um Corleone mafíufjölskylduna er Michael Corleone farinn að reskjast og vill gera fjölskyldufyrirtækið heiðvirt og löglegt og vill aðskilja sjálfan sig frá ofbeldisfullum neðanjarðarheiminum, en yngri meðlimir fjölskyldunnar gera honum erfitt fyrir. Hann reynir að tengja fjármál Corleone fjölskyldunnar við Vatíkanið í Róm og þarf að eiga við annan glæpamann sem bruggar launráð, og ætlar sér að að breyta valdajafnvægi mafíufjölskyldnanna í New York. ... minna

Aðalleikarar

Versta Godfather myndin
Síðasta Godfafather myndin.... og sú versta. Þótt hún reyndi mjög mikið náði hún aldrei að vera jafn áhrifarík og fyrstu tvær. Ég er ekki viss um hvað Francis For Coppola var að hugsa þegar hann ákvað að búa til framhald 16 árum eftir Part II. Ég er ekki að segja að það var vondur hlutur að þessi mynd var gerð bara að ég varð fyrir smá vonbrigðum.
Al PAcino snýr aftur sem Michael Corleone. Pacino er ekki jafn góður og hann var í hinum myndunum en ég held að það sé ekki honum að kenna. Michael er orðinn 60 ára í þessari mynd og er því hæglátari en í fyrri myndum.
Núna verður Michael að takast á við miklu ómerkilegri vandamá, þar á meðal að kljást við "vonda kall" myndarinnar Zasa. Zasa er leikinn af Joe Mantegna sem er fínn en það hefði verið hægt að fá betri leikara.
Diane Keaton kemur aftur sem Kay Adams-Corleone. En sá sem stendur uppúr með Pacino er Andy García en þá er ekki mikið sagt.
Þótt að þessi mynd er alls ekki í sama gæðaflokki og hinar tvær er hún samt frekar góð og ómissandi fyri Godfather aðdáendur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þriðja Godfather myndin er mun betri mynd en flestir muna eftir. Eftir tvö meistaraverk kom talsvert á óvart að Coppola skyldi gera þriðju myndina eftir 16 ára hlé. Augljósi kosturinn er sá að Al Pacino og fleiri leikarar voru nú orðnir hæfilega gamlir til að leika næsta í kafla. Myndin fékk dræmar viðtökur og gekk frekar illa í miðasölu. Hún var samt tilnefnd til 7 óskarsverðlaun en fékk þó engin.

Hvers vegna dræmar viðtökur? Það kann að vera að fólk hafi búist við meira af hinu sama, þ.e. hreinræktaða mafíumynd. Það sem það fékk í staðinn var pólitísk valdabarátta þar sem Vatíkanið spilaði stórt hlutverk og allt snérist um viðskiptasamninga. Það er samt líka fullt af mafíudóti t.d. með Joe Zasa og Don Altobello. Sagan er talsvert flókin á köflum og það getur hafa virkað neikvætt á fólk sem ekki náði samhengi hlutanna. Svo er Tom Hagen hvergi sjáanlegur í þessari mynd og ég tók ekki eftir að það væri útskýrt. Mér skilst að Robert Duvall hafi viljað of mikla peninga fyrir hlutverkið og því verið skrifaður úr handritinu. Það mætti samt búa til útskýringu að hann hefði dáið eða eitthvað. Sonur hans er á svæðinu en hann gerir lítið til að fylla upp í þetta gat. Andy Garcia og Sofia Coppola ná ekki sömu hæðum í leik og Pacino, DeNiro og Keaton gerðu í fyrri myndum. Það er líka hluti af ástæðunni.

Þessi mynd er mjög vönduð og handritið er þétt. Að mörgu leiti er þetta rökrétt framhald þar sem Michael vildi alltaf lögleiða rekstur fjölskyldunnar og verða betri maður. Því miður reyndist hann of seinn og draugur fortíðar nær í skottið á honum að lokum. Fjölskyldan heldur áfram fyrri hefðum með tilkomu Vincent Mancini (Garcia). Almennt vísar myndin í gömlu myndirnar t.d. með samskonar skrúðgöngu, veisluhöldum og með orðum eins og “never let anyone know what you´re thinking”.

Í upphafi kaupir Michael sér blessun páfans með 100 millu gjöf frá The Vito Corleone Foundation sem á að fara til fátækra í Siciley. Vincent og Joey Zasa eru í deilum sem Michael vill ekki skipta sér af. Þegar Joey sendir menn til að drepa Vincent mistekst það. Michael vill kaupa völd af Vatíkaninu í formi risa fasteignafélags sem heitir Immobilare fyrir 600 millur. Gömlu mafíufélagarnir vilja nota félagið í peningaþvætti svo að Michael boðar fund. Allir sem fjárfestu í spilavítunum í Vegas fá stóra upphæð þar sem Michael seldi allt draslið. Joey Zasa verður grautfúll og lætur þyrlu drita kúlum yfir alla fundargesti. Vincent og Michael sleppa en þetta sýnir fram á að Michael er búinn að missa skerpuna. Hann veit þó að Joey gat ekki gert þetta einn, “our true enemy has yet to show his real face”. Michael fær sykursýkiskast og leggst á spítala, “just when I thought I was out, the pull me back in!” Connie skipar Vincent að drepa Joey. Vincent og Mary hefja ástarsamband sem Michael bannar, “when they come, they come at what you love”.

Anthony gerist óperusöngvari og allir fara til Siciley til að sjá hann syngja. Vincent fer undercover og kemst að því að Altobello er óvinur og hefur ráðið leigumorðingja til að drepa Michael. Ein fallegasta senan í myndinni er þegar Anthony syngur lag fyrir föður sinn sem minnir hann á látnu eiginkonuna úr mynd nr. 2. Það er líka mögnuð sena þegar Michael játar syndir sínar og iðrast morðið á Fredo. Óperan í lokin er fléttuð inn í morð á helstu óvinum Corleone fjölskyldunnar í sönnum Coppola stíl. Menn á bakvið tjöldin í Vatíkaninu, eins og Lucchesi, fá borgað fyrir gjörðir sínar í blóði og nýr páfi er drepinn. Á endandum mistekst leigumorðingjanum að drepa Michael og drepur Mary í staðinn. Atburður sem gerir út af við Michael.

Þessi sería er einstök og mun ALLTAF vera á meðal bestu myndum allra tíma. Horfið á þær aftur og aftur og aftur.

“Finance is a gun, politics is knowing when to pull the trigger.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ímyndið ykkur þetta atriði...

---
Corleone fjölskildan situr við matarborðið sem ein heild. Michael, Fredo, Sonny og allir aðrir í familíunni nema faðirinn Vito. En svo kemur hann, og brjótast þá út fagnaðarlæti. Þau eru að halda upp á afmælið hans...En svo gerist það eins og kaldri tusku sem barið í andlitið á manni að myndin skiptir í annað skot, þar sem Michael situr einn á bekk með ekkert hljóð í kringum sig nema vindinn. Bræður hans eru dánir, annar af hans höndum. Faðir hans er dáinn, móðir hans er dáinn, konan er farin frá honum og hann er einn eftir. Stef myndarinnar spilast og skjárinn verður svartur. Þetta er það sem hann fékk út úr því að stjórna stærstu glæpaklíku Bandaríkjanna, einsemd.
---

Svona endaði partur tvö af trílogíunni, fullkominn endir og eitthvað áhrifamesta atriði kvikmyndasögunnar, svona hefði þetta allt átt að enda. Partur III var tilgangslaus, hann er veikasti hlekkur myndanna og það sem verra er óþarfur. Það að ráðast í að gera þessa mynd var mistök.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lokakafli tríólógíunnar mögnuðu. Stendur fyrri myndunum tveimur ekki langt að baki. Sem fyrr er vart veikan blett að finna; leikurinn magnaður, leikstjórnin styrk og handritið þétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Veiki hlekkurinn í þríleikum en samt alveg ágætlega heppnuð.

Al pacino var alveg hreint óhuggulega góður sem DonMichael.

ef að þú sérð þessa mynd á undan hinum tveimþá mun þér örugglega finnast hún mjög góð.Því eis og svo margir vita þá voru fyrstu tvær myndirar byggðará bókinni the Godfather eftir Mario puzo.en þessi mynd var gerð sem nokkurs konar sjálfstætt framhald af hinum.hú minir eiginleg um og of á fyrstu myndina þannig að ef maður sér þær allaríröð og býst við góðri framhaldsmynd þegar komið er að þessari eru líkur á að þú verðir fyrir vonbrigðum.

annars var þessi mynd virkilega góð og stedur svo sanarlega fyrir sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn