Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Godfather: Part II 1974

All the power on earth can't change destiny.

200 MÍNEnska
Tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Vann 6; Besta leikstjórn, besta tónlist, besta mynd, besti leikur í aukahlutverki ( De Niro ), besta handrit og besta listræna stjórnun.

Saga Corleone mafíufjölskyldunnar í New York heldur áfram. Myndin segir frá því þegar "Don" Vito Corleone var ungur að árum á Sikiley á Ítalíu. Hann flytur svo til New York í byrjun 20. aldarinnar. Fylgst er með uppgangi sonar hans Michael Corleone á sjötta áratug 20. aldarinnar þegar hann reynir að útvíkka veldi fjölskyldunnar til Las Vegas, Hollywood og... Lesa meira

Saga Corleone mafíufjölskyldunnar í New York heldur áfram. Myndin segir frá því þegar "Don" Vito Corleone var ungur að árum á Sikiley á Ítalíu. Hann flytur svo til New York í byrjun 20. aldarinnar. Fylgst er með uppgangi sonar hans Michael Corleone á sjötta áratug 20. aldarinnar þegar hann reynir að útvíkka veldi fjölskyldunnar til Las Vegas, Hollywood og Kúbu. ... minna

Aðalleikarar

Betri en fyrsta
Það er eiginlega ótrúlegt að Francis Ford Coppola hafi náð að toppa fyrstu myndina en jú, hann gerði það. Þetta er án efa besta Godfather myndin.
Al Pacino snýr aftur sem Michael Corleone. Mér finnst hann leika betur í þessari mynd. Í fyrstu myndinni var Michael daufur fyrsta helminginn en kom svo sterkur inn þann seinni. Í þessari mynd er hann orðinn alvarlegri, sem er góður hlutur.
Myndin byrjar á æsku Vito Corleone, árið 1901, þegar fjölskylda hans er myrt og hann kemur með skipi frá Ítalíu til Bandaríkjana. Svo fer myndinn til 1958 og sýnir okkur Michael sem nýja Donin. Myndin fer svona fram og aftur í tíman og verður þannig athyglisverðari.
Það er nú aðeins eitt sem vantar í þessa mynd og það er Marlon Brando. Brando lék Don Vito í fyrstu myndinni sem var eiginlega sterkasta perónan. En þetta er samt enginn stór missir því að við fáum sjálfan Robert De Niro til þess að leika unga Vito. De Niro er besti leikari myndarinnar að mínu mati, vann líka óskarsverðlaunin fyrir leik sinn. Hann er líka í besta atriðinu sem er í miðju myndarinnar. Það næstbesta er endaatriðið.
Og enn og aftur fáum við að sjá Robert Duvall, Diane Keaton og John Cazale leika vel sem skrautlegar aukapersónur.
Þetta er mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Godfather 2 er í raun tvær myndir fléttaðar saman í eina, enda er hún 192 mín. Myndin segir annars vegar frá þeim atburðum sem urðu til þess að Vito Andolini frá Corleone flutti til Bandaríkjanna og hvernig saga hans þróaðist. Hinsvegar er sagt frá valdatíð Michael Corleone og tilraunum hans til að snúa sér að löglegri starfsemi. Sú mynd sem kemst næst þessari í mínum huga er Once Upon a Time In America. Það er líka epic saga af ítölskum innflytjendum sem rísa úr fátækt og enda í skipulagðri glæpastarfsemi í New York.

Robert DeNiro er fullkominn sem ungur Vito. Hann talar ítölsku eins og innfæddur (eða hvað veit ég) og ber sig með sömu virðingu og Brando. Það er æðislegt að fylgjast með honum rísa til valda með kænsku og séntilmennsku. “I´m a man who knows how to return a favour”. Þetta er eitt besta hlutverk DeNiro á ferlinum.

Al Pacino sýnir hvað hann er ótrúlega fjölhæfur í þessari mynd. Hann er þekktastur fyrir over the top hlutverk eins og Tony Montana í Scarface en hér er allt tónað niður. Hann er yfirvegaður og kaldrifjaður. Hann er ekki vondur maður en er bara að verja fjölskyldu sína af illri nauðsyn. Hann vildi aldrei verða mafíósi en lenti í þeirri stöðu og þurfti að vera “sterkur” fyrir fjölskylduna. Í raun er saga hans mjög sorgleg af því að hann missir það sem skiptir hann mestu máli, þ.e. Kay. Sorglegast er þegar Kay segir honum að hún hafi farið í fóstureyðingu og þar með drepið son hans.

Robert Duvall er frábær sem consigliere (ráðgjafi). Hann er rödd röksemdar í fjölskyldunni. Hann var ættleiddur en þráir að vera blóðbróðir Michael. Það eru sterkar konur í þessum myndum. Diane Keaton er mögnuð sem Kay. Hún virðist vera í ákveðinni afneitun á tímabili og blekkir sig til að trúa því að Michael sé ekki glæpamaður. Þegar hún horfist í augu við það fer hún frá fjölskyldunni. Talia Shire er önnur góð kona í hlutverki Connie. Hún er rebel og hálfgerður vandræðagripur. Hún verður brjáluð út í Michael þegar hann lætur drepa eiginmann hennar, þann mikla höfðingja (eða þannig).

Saga A:
Í Siciley gengur víst allt út á hefndir og blóðhita. Don Ciccio nokkur drepur fjölskyldu Vito Andolini (föður, móður og bróðir). Hann nær að sleppa og fer til New York. Vegna ruglings er nafn hans skráð Vito Corleone. Hoppað fram í tímann þegar Vito er eldri og farinn að líkjast Robert DeNiro skuggalega. Við gerð myndarinnar umbreytti Coppola heilli götu svo að hún liti út eins og hún gerði 1917. Náunginn sem stjórnar öllu á götunni, Don Fanucci, veldur Vito vandræðum svo hann ákveður að drepa hann. Í kjölfarið fer hann af stað með einhverskonar greiðastarfsemi og starfar við innflutning á ólífu olíu. Ein skemmitleg sena er þegar Vito hjálpar konu sem á að henda út úr íbúðinni sinni. Í lokin fer Vito aftur til Siciley og drepur Don Ciccio í hendarskyni.

Saga B:
Í tilraun að fara út í löglega starfsemi stundar Michael viðskipti við Hyman Roth. Eitt kvöldið er reynt að skjóta Michael í gegnum glugga í svefnherberginu hans. Michael grunar Roth og heldur að það sé svikari á svæðinu en veit ekki hver það er strax. Frank Pentangeli á í erjum við Rosato bræður og vill drepa þá en Michael vill það ekki. Í tilraun til að finna svikarann spilar Michael á Roth og þykist gruna Pentangeli fyrir morðtilraunina. Hann fer með Roth til Kúbu. “Michael, we´re bigger than US Steel”. Fredo kemur upp um sig sem svikarann með því að missa út úr sér að hann þekkir Johnny Ola, viðskiptafélaga Roth, en hann hafði áður neitað því að þekkja hann þegar Michael spurði. Eitt rosalegasta atriðið í myndinni er þegar Michael grípur Fredo og segir “I know it was you Fredo, you broke my heart!” Réttarhöld gegn Michael mistakast þegar Michael notar frekar nasty bragð, þ.e. mætir með bróðir Pentangeli þegar hann ætlar að vitna á móti honum. Michael afneitar Fredo sem bróður “you´re nothing to me now” í mjög áhrifamikilli senu. Svo þegar Michael ætlar að gróa sárin á milli sín og Kay segir hún honum frá fóstureyðingunni. Hann flippar, hún fer. Ein rosalegasta senan er þegar Michael lokar hurðinni í andlit Kay á mjög táknrænan hátt án þess að segja orð. Eftir andlát móður sinnar lætur Michael drepa Fredo.

Það er merkilegt hvað mynd með svona miklu neikvæðu og erfiðum tilfinningum getur verið ánægjuleg. Ég get ekki gert upp við mig hvor myndin mér finnst betri en það skiptir engu máli. Það er ekki hægt að bera saman tvö frábær listaverk og segja að annað sé betra en hitt. Þessar myndir eldast eins og fínt vín og verða bara betri eftir því sem maður sér þær oftar.

Þessi var líka tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Hún vann 6, meðal annars besta mynd, leikstjóri, leikari í aukahlutverki (DeNiro), tónlist og handrit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

VÁ!!! Þetta er besta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð fyrir utan fyrstu myndina! OG FALLEG TÓNLIST!!! Francis Ford Coppola sannar að hann kann að leikstýra!!!

Vito Corleone (Robert De Niro en Marlon Brando í fyrstu) þurfti að upplifa æsku sem ekki má hrópa húrra fyrir, foreldrar hans voru drepnir og hann var einn á báti þegar hann fór til bandaríkjanna sem innflytjandi aðeins 9 ára árið átjánhundruðníutíuogeinhvað hehehe.
Sagan hoppar fram og til baka um tímann og sínir á víxl hvernig Vito Corleone varð Guðföðurinn og hoppar fram í tímann árið 1948 þar sem sonur hans Michael Corleone (Al Pacino) er orðinn sá næsti.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Godfather part III er ekki bara ein besta framhaldsmynd allra tíma heldur er hún ein besta mynd til hefur verið og verð ég að segja að þettta er besta mynd sem ég hef séð og nær hún jafnvel að toppa fyrri partinn af godfather sem er helvíti góð mynd. Eins og margir ættu að vita þá gerði Godfather myndirnar þó marga leikarar en þessi mynd lét hinn eina sanna Robert De niro gera garðinn frægan og fékk hann óskarinn fyrir þessa mynd en upprunnalega ætlaði Coppola að láta De niro leika Sonny en Paramount bannaði það svo De niro leikur hér Vito Corleone þegar hann var ungur. Það má eiginlega segja það að þessi mynd séu tvær myndir, byrjunin og kaflinmn eftir fyrstu myndinna. Myndin er 190 min sem er dálítið mikið miðað við kvikmynd en þessi mynd er alls ekkert langdreginn ef þú ert að fara halda það, lang í frá, þessi mynd er mjög góð og mæli ég öllum að sjá hana sem fyrst og bara núna straks sem fyrst og líka vill ég minna á það að robert de niro stóð sig frábærlega sem Vito og gef ég honum mestapartan heiðurinn í myndinni og nátturulega alla hina leikara sem stóðu sig vel. Þessi mynd rúllar. 10/10 Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The godfather part 2 er gjörsamlega brilliant mynd í alla staði og fannst mér al pacino miklu frekar eiga að fá óskarinn þar sem að hann er í miklu meira krefjandi hlutverki heldur en de niro sem talar mjög lítið í myndini miðað við pacino en hvað um það. þessi mynd hafði svo rosaleg áhrif á mig að ég fæ gæsahúð hvert skipti sem ég horfi á hana sjá t.d viðbrögð pacino þegar hann kemst að því að bróðir hans hafi svikið hann er eitt af eftirminnilegri atriðum kvikmyndasögunar en þessi mynd er ekki fyrir the average joe sem finnst myndir eins og dude wheres my car góðar þetta er þung og langdreginn en fáránlega góð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn