Náðu í appið
Twixt

Twixt (2011)

1 klst 28 mín2011

Rithöfundurinn Hall Baltimore, sem skrifar einkum sögur af nornum, er hættur að njóta sömu velgengni og áður.

Rotten Tomatoes39%
Metacritic40
Deila:

Söguþráður

Rithöfundurinn Hall Baltimore, sem skrifar einkum sögur af nornum, er hættur að njóta sömu velgengni og áður. Hann kemur til lítils bæjar þegar hann er í upplestarferð, og flækist þar inn í morðgátu sem tengist ungri stúlku. Sama kvöld, í draumi, þá kemur dularfullur ungur draugur til hans að nafni V. Hann er ekki viss um tengsl hans við morðið í bænum, en er þakklátur fyrir söguna sem kemur þannig upp í hendurnar á honum, og hann ákveður að skrifa bók um málið í samstarfið við lögreglustjórann í bænum, sem er sjálfur rithöfundur og mikilll aðdáandi Baltimore. Að lokum ræður hann gátuna, og það kemur honum á óvart hvað endirinn tengist hans eigin lífi mikið meira en hann hafði búist við fyrirfram.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

American ZoetropeUS