Náðu í appið
Apocalypse Now Redux

Apocalypse Now Redux (2001)

"The Horror. . . The Horror. . ."

3 klst 22 mín2001

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt.

Rotten Tomatoes91%
Metacritic94
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Stríðið í Víetnam stendur sem hæst og bandaríski höfuðsmaðurinn Willard er sendur af Lucas undirofursta í verkefni, sem er háleynilegt, enginn á að vita að það hafi verið framkvæmt. Verkefnið snýr að því að finna hinn dularfulla sérsveitarmann og undirofursta Walter Kurtz, en einkaher hans er kominn yfir landamærin til Kambódíu og stendur þar í skæruhernaði gegn Víet Cong og her Norður Víetnama. Bandaríski herinn heldur að Kurtz sé gjörsamlega búinn að missa vitið og Willard á að taka hann af lífi. Willard fer niður Nung ánni á bandarískum eftirlitsbát, og kemst á leiðinni að því að Kurtz er einn heiðraðasti foringinn í bandaríska hernum. Flokkur Willards hittir herforingjann og brimbrettagaurinn, undirofursta Kilgore, sem er yfirmaður þyrlusveitar bandaríska hersins í Víetnam, sem byrjar á því að útrýma bækistöð Víet Cong liða til að ryðja veginn svo Willard geti hafið för sína niður eftir Nung ánni. Á ferðinni eftir ánni lenda þeir svo í ýmsum atvikum og sumir áhafnarmeðlimir missa lífið. Willard, Lance og Chef ná svo loks á áfangastað, bækistöð sjálfs Walters Kurtz...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

American ZoetropeUS

Gagnrýni notenda (11)

Sá ekki upprunalegu útgáfuna af myndinni, en sá Redux útgáfuna og finnst hún stórkostleg. Hún er eins og stríð gerast best, sjúklega creepy miðað við stríðsmynd, vel leikstýrð og sk...

Þessi mynd er snilld. Redux eða ekki, bara snilld. Skólabókardæmi um hvernig á að gera myndir sem eiga að hafa í stríðum eða heimstyrjöldum. Martin Sheen er snillingur í þessari mynd. E...

Hérna er kominn ný og endurbætt útgáfa af stórmyndinni Apocalypsile Now. Til að gera langa sögu stutta tekst þetta vel upp. Maður fær betri inn sýn inní myndina og atriðið með playboy-...

Þetta er betri klippt útgáfa af Apocolypse Now,það er bætt upp á tæknibrellurnar og hljóðið. Hermaðurinn Willard (Martin Sheen) á að finna hershöfðingja (Marlon Brando) sem er talinn h...

Hér er komin lengri og tæknilega endurbætt útgáfa af meistaraverki Francis Ford Coppola, Apocalypse Now. Myndin er 49 mínútum lengri en upprunalega útgáfan og þeim mun magnaðri. Ég held...

Ég nenni að horfa á myndir og í þessu tilviki er ekki um að ræða einhvern rússíbana heldur mynd sem þú verður að nenna að horfa á. Þessi aukaatriði sem bera fyrir sjónir í Redux er...

Þetta er mjög góð mynd en eins og hin myndin þá er hún svolítið langdreigin. En það eyðileggur ekkert myndina. Frægt sinfoníulag er í henni man ekki eftir hvern en það brillerar í ei...

★☆☆☆☆

Ég viðurkenni að ENDURBÆTTA útgáfan, Redux, hafi ekki verið jafn góð og upprunarlega. Redux var mikið lengri og langdregnari. Sjáið frekar venjulegu útgáfuna og látið þessa eiga sig.....

úff! ég er enþá að vakna uppúr þessu. Þvílík Snilld. Ég get svo svarið það, að hafa gert svona góða mynd fyrir svo mörgum árum sem hún var gerð. Reyndar hef ég aldrei séð fy...

Lopinn aðeins teygður, en ullin er glæsileg

★★★★☆

Apocalypse Now er (og verður) alltaf sama klassíkin. Hún hefur elst mjög vel í gegnum tíðina og er enn að mínu mati ein raunverulegasta, áhrifaríkasta, myrkasta og besta stríðsmynd sem ge...

Apocalypse Now verður betri í endurbætingunni með hverri sekúndu. Betra hljóð, brellur og klipptu senurnar koma á tjaldið. Það er langt síðan hún kom til Bandaríkjanna og á ég þes...