Náðu í appið
Dog Day Afternoon

Dog Day Afternoon (1975)

"The Most Bizarre Bank Siege Ever"

2 klst 5 mín1975

Myndin fjallar um þrjá ólánsama samkynhneigða menn, sem eiga ekki fyrir kynleiðréttingaraðgerð á einum þeirra og grípa til örþrifaráða.

Rotten Tomatoes96%
Metacritic86
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Myndin fjallar um þrjá ólánsama samkynhneigða menn, sem eiga ekki fyrir kynleiðréttingaraðgerð á einum þeirra og grípa til örþrifaráða. Þeir ræna banka en er sjálfsagt flest betur gefið því áætluð fimm mínútna skyndigripdeild verður að fjölmiðlafári og sirkussýningu sem styttir New York-búum stundir langan heitan eftirmiðdag eftir að þeir komast að því að litlir peningar eru í bankanum þar sem búið var að flytja þá alla í burtu eftir daginn. Lögreglan umkringir þá, og þeir semja um að fá bíl út á flugvöll í skiptum fyrir gíslana, starfsmenn bankans.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Artists Entertainment Complex

Verðlaun

🏆

Frank Pierson fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta handrit. Fékk einnig 5 tilnefningar til viðbótar, þar á meðal Al Pacino fyrir bestan leik og Sidney Lumet fyrir bestu leikstjórn.

Gagnrýni notenda (1)

Nú, hér er á ferðinni alveg stórgóð ræma, það góð að skylda ætti kvikmyndaáhugamenn til að sjá hana að viðlögðum dagsektum. Nú, hún fjallar um bankarán, heldur viðvaningslegt,...