Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Find Me Guilty 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Sometimes the best defense. . . is a wiseguy.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 63% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Smákrimminn Jackie DiNorscio, heldur uppi vörnum fyrir sjálfan sig fyrir rétti á níunda áratug 20. aldarinnar, í lengstu sakamálaréttarhöldum í sögu Bandaríkjanna. DiNorscio var skotinn af frænda sínum heima hjá sér þegar hann var á skilorði, en lifir árásina af. Síðar er hann handtekinn fyrir eiturlyfjasölu og dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Saksóknarinn... Lesa meira

Smákrimminn Jackie DiNorscio, heldur uppi vörnum fyrir sjálfan sig fyrir rétti á níunda áratug 20. aldarinnar, í lengstu sakamálaréttarhöldum í sögu Bandaríkjanna. DiNorscio var skotinn af frænda sínum heima hjá sér þegar hann var á skilorði, en lifir árásina af. Síðar er hann handtekinn fyrir eiturlyfjasölu og dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Saksóknarinn býður samning, ef hann vitnar gegn Lucchese mafíufjölskyldunni, og öðrum mafíósum, en Jackie vill ekki kjafta frá frænda sínum, sem er honum kær. Þegar réttarhöldin hefjast, þá biður hann um leyfi til að verja sig sjálfur.... minna

Aðalleikarar


Það fór ekki mikið fyrir þessari mynd. Það er eins og að hún hafi verið afskrifuð af því að Vind Diesel er í henni. Oftast er það reyndar góð ástæða en ekki í þetta skiptið. Maður þarf ekki annað en að sjá hver leikstýrir þessari mynd til að sjá að það er mögulega eitthvað varið í hana. Ok, Lumet hefur gert sinn skerf af meðalmyndum en hann hefur líka gert meistaraverk. Þessi lendir einhversstaðar á milli.

Það sem kom mér mest á óvart við þessa mynd er sjálfur Vin Diesel. Yfirleitt hefur hann verið látinn leika kalda töffara en hér fær hann tækifæri til að sýna á sér nýjar hliðar og stendur sig ferlega vel. Hann leikur Jackie DiNorscio, eða Jackie Dee, sem ákveður að verja sig sjálfur í stórum mafíuréttarhöldum. Það bætir alltaf við smá dýpt þegar myndir eru sannsögulegar. Fyrirkomulagið á þessum réttarhöldum er þannig að réttað er yfir mörgum mafíósum á sama tíma og þetta býr til ákveðin vandamál á meðal félaganna. Réttarhöldin eru fyndin og skemmtileg og ég get ekki annað en mælt með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn