Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Í Sea of Love leikur Al Pacino hina drykkfelldu löggu Frank Keller. Í morðmáli sem hann vinnur að kynnist hann Helen(Ellen Barkin). Hún veit ekki að hann er lögga en hann grunar hana um græsku, er hún morðinginn eða ekki? John Goodman leikur félaga Keller's en hlutverkið er eiginlega mjög slappt þó að Goodman sé fínn leikari. Al Pacino er hins vegar alveg frábær í hlutverki sínu og geng ég jafnvel svo langt að segja að þetta sé með betri karakterum sem ég hef séð hann leika. Ellen Barkin gerir ekki mikið annað en að vera á staðnum sem er synd því það hefði verið hægt að gera svo mikið með Helen persónunni. Sea of Love er mjög flott gerð í marga staði og titillagið er óspart spilað. Hún verður reyndar full dramatísk seinni partinn og einstaka atriði hálf langdregin en í heild er þetta fínasta sakamálamynd fyrir þá sem hafa gaman af slíku. Ég er í þeim hópi og því splæsi ég þremur stjörnum eða 8/10.
Ansi skemmtileg spennumynd um lögreglumanninn Frank Keller, leikinn af Al Pacino, og leit hans að raðmorðingja. Sá virðist finna fórnarlömb sín gegnum einkamálaauglýsingar dagblaða. Nú, Keller þessi er drykkfelldur og hálfgerður lúði og til að fullkomna hálfvitaskapinn verður hann yfir sig hrifinn af konu að nafni Helen, en hún er einmitt sú sem líklegust þykir af grunuðum.