Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sea of Love 1989

In search of a killer, he found someone who's either the love of his life... or the end of it.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Al Pacino var tilnefndur til Golden Globe fyrir leik í aðalhlutverki. John Goodman og Ellen Barkin voru bæði tilnefnd til Chicago Film Critics Association Awards fyrir frammistöðu sína.

Frank Keller er margreyndur rannsóknarlögreglumaður í New York, sem er búinn að vera í 20 ár í löggunni. Hann er einmana og saknar fyrrum eiginkonu sinnar, Denise. Hún yfirgaf hann til að vera með fyrrum starfsfélaga hans. Þegar morðingi drepur mann með skoti í hnakkann og skilur eftir lagið "Sea of Love" á plötuspilaranum, þá fær Frank málið í sínar... Lesa meira

Frank Keller er margreyndur rannsóknarlögreglumaður í New York, sem er búinn að vera í 20 ár í löggunni. Hann er einmana og saknar fyrrum eiginkonu sinnar, Denise. Hún yfirgaf hann til að vera með fyrrum starfsfélaga hans. Þegar morðingi drepur mann með skoti í hnakkann og skilur eftir lagið "Sea of Love" á plötuspilaranum, þá fær Frank málið í sínar hendur. Rannsóknarlögreglumaðurinn Sherman, sem kemur úr öðru hverfi utan Manhattan, kemur að rannsókninni með Frank þegar annað fórnarlamb finnst sem er drepið með sama hætti. Þeir komast að því að bæði fórnarlömbin hafi skrifað ljóð í stefnumótadálk í blaðið "New York Weekly". Þegar þriðja morðið er framið, þá sannfærir Frank yfirmann sinn um að fá að fara að vinna hjá blaðinu til að komast að því hvaða konur svara auglýsingunum í blaðinu. Frank verður síðan ástfanginn af konu sem er grunuð um morðin, yfirmanni skóverslunar, Helen Cruger, og setur þar með rannsóknina alla í hættu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Í Sea of Love leikur Al Pacino hina drykkfelldu löggu Frank Keller. Í morðmáli sem hann vinnur að kynnist hann Helen(Ellen Barkin). Hún veit ekki að hann er lögga en hann grunar hana um græsku, er hún morðinginn eða ekki? John Goodman leikur félaga Keller's en hlutverkið er eiginlega mjög slappt þó að Goodman sé fínn leikari. Al Pacino er hins vegar alveg frábær í hlutverki sínu og geng ég jafnvel svo langt að segja að þetta sé með betri karakterum sem ég hef séð hann leika. Ellen Barkin gerir ekki mikið annað en að vera á staðnum sem er synd því það hefði verið hægt að gera svo mikið með Helen persónunni. Sea of Love er mjög flott gerð í marga staði og titillagið er óspart spilað. Hún verður reyndar full dramatísk seinni partinn og einstaka atriði hálf langdregin en í heild er þetta fínasta sakamálamynd fyrir þá sem hafa gaman af slíku. Ég er í þeim hópi og því splæsi ég þremur stjörnum eða 8/10.

 

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ansi skemmtileg spennumynd um lögreglumanninn Frank Keller, leikinn af Al Pacino, og leit hans að raðmorðingja. Sá virðist finna fórnarlömb sín gegnum einkamálaauglýsingar dagblaða. Nú, Keller þessi er drykkfelldur og hálfgerður lúði og til að fullkomna hálfvitaskapinn verður hann yfir sig hrifinn af konu að nafni Helen, en hún er einmitt sú sem líklegust þykir af grunuðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn