Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég bjóst við að þetta væri sama Bruce Willis klisjan, skjóta út í loftið og svoleiðis en þetta reyndist vera hressandi spennumynd með stráknum sem leikur í Apollo 13. Ég hélt að hann væri einhverfur en hann er bara svona góður leikari. Fyrir mörgum árum gerði Ronald Reagan erfiðasta dulmál í heimi til að geta talað við njósnara í öðrum löndum. En núna var 9 ára einhverfur strákur búinn að leisa það. Þá drepur leigumorðingi foreldra hans og Bruce Willis er lögga sem kemur og passar að hann verður ekki drepinn. Góð spennumynd sem ég mæli með fyrir Bruce Willis aðdáendur.
Góð spennumynd með töffaranum Bruce Willis (Die hard myndirnar). Ronald Reagan gerði á sínum tíma dulmál fyrir ameríska njósnara sem eru að njósna í öðrum löndum t.d einhver amerískur njósnari sé í her Saddams Husseins. En 9 ára einhverfur strákur nær að leysa dulmálið og leyniþjónustugaur drap foreldra hanns. Bruce Willis leikur leyniþjónustumann sem tekur strákinn og þarf að vernda hann því aðrir leyniþjónustugaurar þurfa að drepa hann. Góð mynd en strákurinn sem leikur einhverfa strákinn er langbesti leikarinn.
Það er sagt um mynd þessa á hulstrinu að þetta sé besta mynd Bruce Willis til þessa. Ég er nú ekki alveg sammála því. Mér fannst hún t.d. ekki betri en Die Hard myndirnar. Hún fjallar um dreng sem finnur eitthvað code(símanúmer) út í krossgátublaði og hann verður í stór hættu, vegna þess að fyrirtækið sem er með þetta code(símanúmer) ætlar að reyna að finna drenginn og drepa sönnunargögnin. Þetta er ekki alveg eins brilliant mynd og ég hélt að þetta myndi vera, not at all. Hún fær 2 og hálfa stjörnu samt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Lawerence Konner, Mark Rosenthal
Framleiðandi
Universal Pictures
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
24. júlí 1998
VHS:
15. desember 1998