Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Domestic Disturbance 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. janúar 2002

He will do anything to protect his family.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Susan Morrison og hinn auðugi iðnjöfur Rick Barnes eru að fara að ganga í hjónaband. Danny, unglingssonur Susan sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Frank, er allt annað en sáttur við þetta. Hann rýkur í burtu kvöld eitt í bíl Rick, og ætlar sér að fara heim til föður síns. En þegar hann kemur þangað þá verður hann vitni að því þegar Rick... Lesa meira

Susan Morrison og hinn auðugi iðnjöfur Rick Barnes eru að fara að ganga í hjónaband. Danny, unglingssonur Susan sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Frank, er allt annað en sáttur við þetta. Hann rýkur í burtu kvöld eitt í bíl Rick, og ætlar sér að fara heim til föður síns. En þegar hann kemur þangað þá verður hann vitni að því þegar Rick myrðir dularfullan ókunnugan mann, Ray Coleman. Vandamálið er að Rick nær að fjarlægja nær öll sönnunargögn, og hann er vel metinn í samfélaginu, en Danny er þekktur fyrir að segja ekki alltaf satt. Frank trúir honum þó, og rannsakar málið sjálfur, og smátt og smátt kemur myrk fortíð Rick fram í dagsljósið.... minna

Aðalleikarar


Þetta er ein leiðinlegasta mynd sem Jhon Travolta hefur leikið í hún á skilið skammar verðlaun maður er aldrei nógu spenntur þetta er ein mesta tíma peningasóun allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er það ímyndun í mér eða eru myndirnar sem John Travolta farnar að vera svolítið hræðilega ömulegar. Oft þá fer maður á myndir bara ef vinsæll leikari er á plakatinu. Ég held að John ætti annaðhvort að setjast niður og lesa handritin áður en hann leikur í þeim eða að hætta að leika. Titillinn segir hvað myndin er um: Heimilisofbeldi. Þessi mynd er næstum því minna en hálfri stjörnu virði sem ég gef henni aðallega vegna hins eitt sinn góðs leikara John Travolta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Travolta og Vince Vaughn standa sig með príði í þessum ágæta, svokallaða, spennutrilli um mann sem gerir allt til þess að vernda son sinn fyrir óðum fyrrverandi fanga.

Spennan næst í rauninni aldrei almennilega á loft og maður veit auðvita allan tímann hvernig myndin fer og er hún eiginlega einum of útreiknanleg.

Það er ágætis söguþráður í myndinni, og góðir leikarar en hún er bara ekki að skila sér nægilega vel sem spennutrillir.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er spenna og háski frá upphafi til enda og þetta er ein af betri myndum sem Travolta hefur leikið í síðan hann var upp á sitt besta. Ég mæli eindregið með að allir sjái þessa mynd sem fyrst. John Travolta er í hlutverki bátasmiðs sem á 14 ára gamlan son sem verður vitni að hrottalegu morði sem unnusti móður hans fremur. En enginn trúir honum.....nema pabbi hans og nú er það undir þeim komið að sanna hið rétta.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gömul hugmynd, nýir leikarar
Þegar haldið var að John Travolta væri aftur kominn á toppinn (eftir þrælfínan leik í Swordfish) er hann sokkinn aftur niður á botninn, í mynd sem er næstum því jafn léleg í gæðum (ókei kannski ekki alveg) og Battlefield: Earth hryllingurinn.

Domestic Disturbance er ferlega vondur þriller sem er með afar illa skrifað plott (sem hver annar krakki í grunnskóla hefði getað fattað upp á) þar sem spenna og áhugi áhorfandans er í lágmarki.

Hæfileikum hins stórgóða Steve Buscemi er líka sóað á hinn versta hátt sem hann ætti að skammast sín fyrir (svo á hann ekki meira en 10 mínútur í skjátíma), og sama má segja um hinn ágæta Vince Vaughn. Teri Polo er voðalega hæfileikalaus, og er ekkert betri hér en í Meet the Parents, og ég er viss um að hver önnur fimmauraleikkona hefði getað gert þetta betur.

Atburðarásin er voðalega útreiknanleg og ekkert við söguþráðinn kemur á óvart, ekki einu sinni endirinn. Jafnvel opnunar kredit-listinn benti til þess að manni ætti eftir að leiðast yfir myndinni. Hann var ÞAÐ basic.

Eini kosturinn sem ég sé við þessa mynd er leikurinn hjá Vaughn og Buscemi - og báðir tveir eru það vannýttir að það er varla hægt að réttlæta þann kost. Annars er ég viss um að Travolta eigi eftir að eiga erfitt með að bjarga ferlinum sínum héðanaf. Hann hefði kannski frekar átt að leika vonda kallinn í myndinni og Vince Vaughn góða gaurinn. Það hefði fittað betur.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn