Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jackie Brown 1997

Frumsýnd: 8. apríl 1998

LOOK OUT! caught between the Feds and a cold blooded killer. With half a million dollars up for grabs. No one knows how it's going down. Except for maybe JACKIE BROWN

154 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 64
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leikara í aukahlutverki (Robert Forster)

Flugfreyjan Jackie Brown er gripin við að smygla "byssu"-peningum yfirmanns síns, um borð í flugvélina sem hún vinnur í. Til allrar hamingju fyrir hana, þá ákveða alríkislögreglumaðurinn Ray Nicolet og LA löggan Mark Dargus að vinna saman að því að handsama byssusalann sem Brown vinnur fyrir, en þeir vita ekki einu sinni hvað hann heitir, hvað þá meira.... Lesa meira

Flugfreyjan Jackie Brown er gripin við að smygla "byssu"-peningum yfirmanns síns, um borð í flugvélina sem hún vinnur í. Til allrar hamingju fyrir hana, þá ákveða alríkislögreglumaðurinn Ray Nicolet og LA löggan Mark Dargus að vinna saman að því að handsama byssusalann sem Brown vinnur fyrir, en þeir vita ekki einu sinni hvað hann heitir, hvað þá meira. Nú þarf Jackie Brown að ákveða sig. Á hún að segja löggunum frá Ordell Robbie, byssusalanum, og sleppa þannig við að fara í fangelsi - en auðvitað hætta á það um leið að Ordell gæti látið drepa hana - eða að segja löggunum ekki neitt, og fara í fangelsi í smá tíma. Á þessum tímapunkti hittir hún hinn nýfráskilda og útbrunna Max Cherry sem verður ástfanginn af henni. Jackie fær nú hugmynd um hvernig hún getur att löggunum og Ordell saman og hirt síðan sjálf peningana. En hún þarf hjálp frá Max. ... minna

Aðalleikarar


Jackie Brown er pure snilld. Einstaklega vel skrifuð, með flottar samræður, Samuel L. Jackson einstaklega svalur í hlutverki sínu. Svo er fullur her frábærra leikara sem skila sínu einnig, s.s Robert De Niro, Bridget Fonda, Michael Keaton, Robert Foster í frábæru Óskarstilnefningahlutverki og Pam Grier sem er alveg brjálæðislega flott sem Jackie Brown. Ef þið eruð Tarantino Fans og hafið ekki séð Jackie Brown, þá út á leigu með ykkur núna. Hún er vel þess virði að sjá. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þurfti að horfa á þessa tvisvar með löngu millibili, og einu sinni í viðbót til að fíla hana. Með hærri aldri mínum hefur smekkur minn gangvart myndum verið að breytast og er það aðalástæðan fyrir viðhorfsbreytingum. Maður þarf annsi mikla og góða þolinmæði fyrir Tarantino myndir. Þar er ég aðallega að tala um langar og miklar samræður sem að gerast mitt á milli skemmtilegra og magnaðra hasaratriða. Reyndar er eitt sem ég er ekki að fíla með þessa ræmu. Það er hann Michael Keaton, en hann var bara skemmtilegur í einu hlutverki, (sem að ég hef séð) það er Batman. Q.T er magnaður með að koma með fléttur í öll sín handrit og er þessi ein þeirra sem að mest hefur af þeim. Hann er reyndar að festa sig soldið í því að tvinna saman nargar sögur nokkurra einstaklinga í eina góða frásögn á endanum, en hann er snillingur þannig að hann má það alveg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein önnur Tarantino snilld í þetta skipti um hana Jaqueline Brown eða Jackie Brown leikin af Pam Grier sem vinnur hjá ömurlegu flugfélagi í California en þegar hún er handtekin af löggunni ein þeirra er Mike Keaton þá er fundin mikil upphæð af peningun : 50.000 dali (og smá skammt af heróini) sem hún flytur á milli fyrir vin sinn. En þegar hún er til í að kjafta frá fer vinur hennar leikinn af Samuel L. Jackson fer að fatta það hikar hann ekki við að reyna að losa sig við hana. Frábært batrayal plot er í myndinni og ekki gleyma leikarahópnum eins og: Robert De Niro, Bridget Fonda og svo var það hann Robert Forster sem var tilnefndur til óskar fyrir besta leikara í aukahlutverki. Ein önnur snilld Tarantinos.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd, góðir leikarar og allt það. Snildalegur leikstjóri og handritshöfundur. En því miður ekki það frábær til þess að ná það bessta svo ég gef henni 2 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndaunnendur höfðu lengi beðið eftir því að leikstjórinn og leikarinn Quentin Tarantino sýndi sitt rétta andlit eftir að hann sendi frá sér hina frábæru mynd Pulp Fiction árið 1994. Á eftir fylgdi Jackie Brown og það er óhætt að fullyrða að hvorki aðdáendur kappans né unnendur góðra kvikmynda almennt verða fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Myndin skartar úrvalshópi leikara í öllum hlutverkum, s.s. Robert De Niro, Michael Keaton, Samuel L. Jackson, Bridget Fonda og Robert Forster, en það er leikkonan Pam Grier sem stelur hiklaust senunni með meistaraleik sínum í titilhlutverkinu sem flugfreyjan Jackie "það var mikil synd að hún skyldi ekki einu sinni vera tilnefnd til óskarsverðlaunanna árið 1997". Myndin, sem byggð er á einni af sögum hins vinsæla rithöfundar Elmore Leonard, segir frá flugfreyjunni Jackie Brown sem drýgt hefur tekjurnar með því að smygla peningum inn í landið fyrir vopnasalann Ordell Robbie. Dag einn er hún staðin að verki á flugvellinum og handtekin. Þeir sem hafa málið á sinni könnu, lögreglumaðurinn Mark Dargus og vopnaeftirlitsmaðurinn Ray Nicolet, bjóða henni tvo kosti: Annað hvort hjálpar hún þeim að fletta ofan af Ordell eða hún fær langtíma gistingu á bak við rimlana. Með aðstoð aðdáanda síns og hjálparhellu, Max Cherry, tekst Jackie að leggja fram tryggingu fyrir frelsi sínu, ákveðin í að velja þriðju leiðina út úr þessum vandræðum. Hún hefur engan áhuga á að fara í fangelsi og hún veit alveg nákvæmlega hvað verður um þá sem dirfast að svíkja Ordell. Hún tekur því þá ákvörðun að skjóta bæði Ordell og hjálparkokkum hans, þeim Louise og Melanie, og lögreglunni, ref fyrir rass, etja þeim saman á slyngan hátt og stinga síðan sjálf undan með ávinninginn, hálfa milljón dollara í beinhörðum peningum!!! Stórkostleg mynd sem vinnur á eftir því sem maður sér meira af henni. Ég gef "Jackie Brown" þrjár og hálfa stjörnur og mæli eindregið með henni. Hún er einfaldlega EINSTAKLEGA GÓÐ!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn