Náðu í appið
Jackie Brown

Jackie Brown (1997)

"LOOK OUT! caught between the Feds and a cold blooded killer. With half a million dollars up for grabs. No one knows how it's going down. Except for maybe JACKIE BROWN"

2 klst 34 mín1997

Flugfreyjan Jackie Brown er gripin við að smygla "byssu"-peningum yfirmanns síns, um borð í flugvélina sem hún vinnur í.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic62
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Flugfreyjan Jackie Brown er gripin við að smygla "byssu"-peningum yfirmanns síns, um borð í flugvélina sem hún vinnur í. Til allrar hamingju fyrir hana, þá ákveða alríkislögreglumaðurinn Ray Nicolet og LA löggan Mark Dargus að vinna saman að því að handsama byssusalann sem Brown vinnur fyrir, en þeir vita ekki einu sinni hvað hann heitir, hvað þá meira. Nú þarf Jackie Brown að ákveða sig. Á hún að segja löggunum frá Ordell Robbie, byssusalanum, og sleppa þannig við að fara í fangelsi - en auðvitað hætta á það um leið að Ordell gæti látið drepa hana - eða að segja löggunum ekki neitt, og fara í fangelsi í smá tíma. Á þessum tímapunkti hittir hún hinn nýfráskilda og útbrunna Max Cherry sem verður ástfanginn af henni. Jackie fær nú hugmynd um hvernig hún getur att löggunum og Ordell saman og hirt síðan sjálf peningana. En hún þarf hjálp frá Max.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

MiramaxUS
A Band ApartUS
Mighty Mighty Afrodite Productions

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leikara í aukahlutverki (Robert Forster)

Gagnrýni notenda (7)

★★★★★

Jackie Brown er pure snilld. Einstaklega vel skrifuð, með flottar samræður, Samuel L. Jackson einstaklega svalur í hlutverki sínu. Svo er fullur her frábærra leikara sem skila sínu einnig, s....

Þurfti að horfa á þessa tvisvar með löngu millibili, og einu sinni í viðbót til að fíla hana. Með hærri aldri mínum hefur smekkur minn gangvart myndum verið að breytast og er það að...

Ein önnur Tarantino snilld í þetta skipti um hana Jaqueline Brown eða Jackie Brown leikin af Pam Grier sem vinnur hjá ömurlegu flugfélagi í California en þegar hún er handtekin af löggunni ...

Mjög góð mynd, góðir leikarar og allt það. Snildalegur leikstjóri og handritshöfundur. En því miður ekki það frábær til þess að ná það bessta svo ég gef henni 2 og hálfa stjör...

Kvikmyndaunnendur höfðu lengi beðið eftir því að leikstjórinn og leikarinn Quentin Tarantino sýndi sitt rétta andlit eftir að hann sendi frá sér hina frábæru mynd Pulp Fiction árið 19...

Unaðslega góð kvikmynd um ráðsnjalla flugfreyju sem reynir að klóra sig út úr ógöngum eftir að hafa orðið uppvís að peningasmygli fyrir stórhættulegan vopnasala. Skáldsagan Rum Punc...

Þetta er ekki Pulp Fiction II. Og ekki búast við því og þá er þetta góð mynd.