Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Son of the Mask 2005

(The Mask 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. febrúar 2005

Who's next?

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 6% Critics
The Movies database einkunn 20
/100

Tíu árum eftir ævintýri Stanley Ipkiss í Edge City, þá fellur hin goðsagnakennda gríma Loka í hendur ungs og efnilegs skopmyndateiknara, Tim Avery, en hann á nýfæddan son, Alvery, sem fæddist með alla ofurkrafta the Mask, eða Grímunnar. En vandræðin hefjast fyrir alvöru þegar Loki sjálfur, guð stríðninnar, kemur að leita grímunnar, að beiðni föður... Lesa meira

Tíu árum eftir ævintýri Stanley Ipkiss í Edge City, þá fellur hin goðsagnakennda gríma Loka í hendur ungs og efnilegs skopmyndateiknara, Tim Avery, en hann á nýfæddan son, Alvery, sem fæddist með alla ofurkrafta the Mask, eða Grímunnar. En vandræðin hefjast fyrir alvöru þegar Loki sjálfur, guð stríðninnar, kemur að leita grímunnar, að beiðni föður hans, Óðins. Og hann er tilbúinn að gera nær hvaðeina til að ljúka ætlunarverkinu.... minna

Aðalleikarar


Ég hef aðeins eitt að segja við ykkur um þessa mynd. Ekki sjá hana! Í guðanna bænum látið ekki narra ykkur út í að sjá þennan viðbjóð, þið verðið verri manneskjur á eftir og gætuð jafnvel fyllst löngun til að valda ykkur sjálfum skaða. Ef helvíti er til þá er þessi mynd sýnd þar öllum stundum.

Þessi mynd er svo arfavitlaus og barnaleg að ég get ekki trúað því að nokkur yfir 5 ára aldri (með eðlilegan þroska) geti haft gaman að þessu. Ég mun aldrei fyrirgefa aðstandendum þessarar myndar þá smán sem þeir hafa sýnt hinni ágætu Mask með Jim Carrey, sem þó var nú ekkert listaverk út af fyrir sig. Það eina sem þessi mynd skilur jákvætt eftir sig er að þér mun finnast allar aðrar myndir vera meistaraverk, meira að segja Battlefield Earth og Gigli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Son Of The Mask er ekki nógu góð. Til að byrja með fannst mér hún ágæt, leikararnir eru ágætir, sérstaklega Alan Cumming. Þetta er ágæt mynd fyrir svona 2-8 ára eða 9. Ég mæli ekkert svo mikið með þessari mynd. En mér fannst hún fyrst mjög skemmtileg en svo datt hún bara niður hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einn daginn mun ég deyja, og ef ég fer til helvítis mun ég sjá Satan og Engil Dauðans í djúpustu iðrum eldsmiðjum helvítis að horfa á Son of the Mask. Hvernig er hægt að gefa þessari mynd einhverskonar stjörnugjöf spyr ég sjálfan mig. Ég vitna í góðkunnuga félaga minn hann Þorstein Vilhjálmsson sem skrifaði gagnrýni um Underworld þann 4. október 2003 um vandræði stjörnugjafa: Hún (myndin) svífur þar á milli eins og fallegt fiðrildi með ólæknandi blóðþorsta. Þetta kemur upp þegar þú ákveður hvort myndin ætti að fá tvær og hálfa stjörnu eða þrjár stjörnur en með Son of the Mask, er fiðrildið dautt, myndin drap það. Það tók ekki tvær mínútur, öll vonin var dauð þegar ég sá auglýsingarnar, 11 árum eftir The Mask (1994) kemur framhaldsmynd með Jamie Kennedy og Alan Cumming. Þessi mynd er sannraun um hvað sumar myndir eiga það alvarlega bágt, í stríði deyr sakleysið fyrst, í Son of the Mask deyr allt samstundis. Það eru engin takmörk hve lengi ég get skrifað um þessa mynd, hver einasti hluti myndarinnar, hver einasti partur gerð myndarinnar er rangur og/eða ömurlegur. Það er mjög erfitt fyrir kvikmyndamanneskju eins og mig sjálfann að missa trúnna á framtíð kvikmynda, Son of the Mask gerir þetta einmitt, en heppilega aðeins í stutta stund. Son of the Mask fjallar í stuttu máli um hundinn Otis sem finnur grímuna gömlu sem er víst sköpun norska goðsins Loka (Cumming), gríman kemst í hendur Tim (Kennedy) sem notar hana auðvitað og þannig kemst gríman til sonar hans. Loki hefur verstu persónuhönnun allra tíma, hann er annnaðhvort hundleiðinlegur eða hundleiðinlegur og klæddur eins og karlmannshóra. Jamie Kennedy er sorglegur í sínu leiðinlega hlutverki og sama með alla aðra í þessari mynd. Ég sá þessa mynd því ég átti vini sem sögðu einmitt að þessi mynd skemmi trúnna á kvikmyndum, freistnin leiddi til andlegra sára, og ég mun aldrei sjá þessa mynd aftur, nema ég verði mögulega neyddur að horfa á hana í helvíti. Að þurfa horfa á Son of the Mask er mín ásýnd á helvíti, sem segir hve mikið ég reyni að vara þig við þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja þetta var ekki góð mynd, reyndar veit ég ekki hvað mér fannst gott við hana. Kannski var það Alan Cumming... en hún var kannski ekkert meðað við fyrstu Mask, en samt frekar fyndin og mjög skemmtileg. Hundurinn var líka flottur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er mjög fyndinn á köflum hundurinn fer alveg á köstum. En það er rétt að strákurinn sé illa tölvugerður á stundum eins og þetta hafi verið tekið úr the incredibles. Hefði þetta verið í the incredibles hefði þetta verið vel tölvugert en svona í bíómynd rugl!. Það er samt góðir leikarar í myndini eins og Alan Cumming og Jaime Kennedy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn