Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Nokkuð góð mynd en nær samt ekki að toppa A bugs life en er ekki langt á eftir henni. Mndin er skemmtilega skrifuð og höfðar einnig mjög svo til fullorðna jafnt sem yngri kynslóðinni.
Antz er áreiðanlega fyndnasta teiknimyndin í ár. Myndin er í fyrsta lagi alveg ótrúlega vel gerð, með hreint frábærlega vel gerðum tölvuteikningum og í öðru lagi er hún mjög vel talsett. Sagan er svo sem ekkert ný, um litla maurinn sem bíður samfélagi mauranna byrginn fyrir misskilning, tekst að stöðva illmennið og giftist prinsessunni. Málið er, að hér er mjög vel unnið úr þessu efni. Er það fyrst og fremst leikurunum að þakka. Sharon Stone er góð sem prinsessan, Gene Hackman og Christopher Walken eru frábærir saman sem vondu kallarnir, Ann Bancroft er fín sem drottningin, Danny Glover er einnig góður sem vinalegur hermaur, Silvester Stallone er frábær sem hermaurakraftajötunn og besti vinur Z, aðalpersónunnar. En bestur er samt Woody Allen sem Z. Hann leikur einfaldlega sjálfan sig, þetta sama frábæra taugaveiklunarnöldur sem hann er svo þekktur fyrir. Toppurinn á því er þegar hann er hjá maurasálfræðingnum. Toppmynd með toppleikurum.
Þvílík snilld. Hér er tvímælalaust á ferðinni besta teiknimynd sem ég hef nokkru sinni séð. Allt gengur upp. Skemmtileg grafík, handrit, vinnsla og síðast en ekki síst raddirnar sem glæða persónurnar lífi. Woody Allen fer alveg á kostum að vanda og einnig þau Gene Hackman, Christopher Walken, Anne Bancroft og Sharon Stone. Þau eru alveg frábær í persónusköpun sinni. Ég get hreinlega ekki annað en að gefa ANTZ fjórar stjörnur. Ég skemmti svo vel í bíóinu að ég hélt að ég myndi hlægja frá mér allt vit. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir alla sem vilja eiga skemmtilega stund og leyfa hláturtaugunum að starfa örlítið um stund. Semsagt frábær mynd í alla staði.
Um myndina
Leikstjórn
Lawrence Guterman, Eric Darnell
Handrit
Framleiðandi
Dreamworks
Kostaði
$80.000
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
6. nóvember 1998
VHS:
18. maí 1999