Náðu í appið
Antz

Antz (1998)

"Every ant has his day."

1 klst 23 mín1998

Í maurabúi með milljónum íbúa, vinnur maurinn Z 4195 sem vinnumaur.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic73
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Í maurabúi með milljónum íbúa, vinnur maurinn Z 4195 sem vinnumaur. Z finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Hann hittir óvænt Bala prinsessu, sem glímir við sama vandamál á sínum enda virðingarstigans. Til að ná að hitta hana aftur, þá skiptir Z um hlutverk við vin sinn hermaurinn Weaver - og verður óvænt hetja. Hann lendir óviljandi í illu ráðabruggi hins metnaðargjarna liðsforingja Mandible, sem er einnig kærasti Bala, en hann vill skipta maurasamfélaginu í hina sterkari, sem eru þá aðallega hermaurarnir, og hina veikari, sem eru þá vinnumaurarnir. En Z og Bala, sem gera sér ekki alveg grein fyrir ástandinu, reyna að yfirgefa kúgunina, og fara yfir til draumaríkisins Insectopia, þar sem hungang drýpur af hverju strái.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Pacific Data ImagesUS
DreamWorks AnimationUS
DreamWorks PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir tæknibrellur.

Gagnrýni notenda (3)

Nokkuð góð mynd en nær samt ekki að toppa A bugs life en er ekki langt á eftir henni. Mndin er skemmtilega skrifuð og höfðar einnig mjög svo til fullorðna jafnt sem yngri kynslóðinni.

Antz er áreiðanlega fyndnasta teiknimyndin í ár. Myndin er í fyrsta lagi alveg ótrúlega vel gerð, með hreint frábærlega vel gerðum tölvuteikningum og í öðru lagi er hún mjög vel tals...