Náðu í appið
30
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Little Fockers 2010

(Meet the Parents: Little Fockers, Meet These Little Fockers, Meet the Fockers Sequel, Meet the Little Fockers)

Frumsýnd: 26. desember 2010

Maybe kids will bring them closer?

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Það hefur tekið 10 ár, tvo littla Fockera með eiginkonunni Pam og óteljandi vandamál fyrir Greg að verða samþykktur af tengdaföður sínum Jack. Eftir að Greg, sem á í smá peningavandræðum, fær sér aukavinnu hjá lyfjafyrirtæki fer Jack að fá efasemdir um tengdasoninn. Greg, Pam og öll stórfjölskyldan, ásamt fyrrum unnusta eiginkonu Gregs, Kevin, koma... Lesa meira

Það hefur tekið 10 ár, tvo littla Fockera með eiginkonunni Pam og óteljandi vandamál fyrir Greg að verða samþykktur af tengdaföður sínum Jack. Eftir að Greg, sem á í smá peningavandræðum, fær sér aukavinnu hjá lyfjafyrirtæki fer Jack að fá efasemdir um tengdasoninn. Greg, Pam og öll stórfjölskyldan, ásamt fyrrum unnusta eiginkonu Gregs, Kevin, koma nú saman í afmælisveislu tvíburanna sem þau hjónin eiga. Þar verður Greg að sannfæra tengdaföður sinn um að hann sé húsbóndinn á sínu heimili. Nú er spurning hvort að Greg stenst prófið, eða hvort að trúnaðarbandið brestur. ... minna

Aðalleikarar

Metnaðurinn farinn? Auðvitað!
Það jákvæðasta sem ég get sagt um Little Fockers er að hún er ekki algjört afrit á forvera sínum, sem er eitthvað sem aldrei verður sagt um miðmyndina í þessum "þríleik." Það þýðir samt ekki að þessi mynd fái einhverja sénsa hjá mér því hún er án nokkurs vafa sú barnalegasta og ófyndnasta af öllum þremur. Ég get enn horft á Meet the Parents með reglulegu millibili. Mér finnst hún mjög skemmtileg. Ég hef ekki horft á Meet the Fockers aftur síðan ég sá hana fyrst, enda engin löngun til þess, og núna eftir að hafa séð þessa er ég búinn að ákveða að afneita tilvist þessara framhaldsmynda.

Það er næstum því aðdáunarvert hvernig aðstandendur ætlast til að sömu brandararnir virki alltaf jafn vel. Flest allt sem gerði fyrstu myndina fyndna hefur verið notað aftur og aftur og aftur. Ég held að maður þyrfti að vera eitthvað langt á eftir í þroska til að hlæja svona oft yfir Focker-nafninu, svo eitthvað sé nefnt. Reyndar eru hugsanlega þrjú atvik í þessari mynd sem fengu mig til að glotta í stutta stund, en það var talsvert langt á milli þeirra, og mestallt sem inn á milli kom var grín sem var annaðhvort pínlegt eða fyrirsjáanlegt, stundum bæði.

Ég held að það sé öruggt að segja að maður er löngu búinn að fá nóg af þessum persónum. Hvernig er svosem annað hægt þegar þær hegða sér alltaf eins og gera sömu hlutina aftur og aftur? Ben Stiller náði ekki að vera fyndinn hérna í eina sekúndu. Það er athugavert hvernig hann setur sig alltaf á sjálfsstýringu þegar hann leikur í mynd sem hann veit að mun græða. Hann var alveg eins í Night at the Museum 2. Sem betur fer er aðeins meira líf í Robert De Niro, þótt mér hafi persónulega fundist Owen Wilson vera skásta persónan hérna. Mér leið hálf illa að sjá síðan Harvey Keitel og Dustin Hoffman bregða fyrir í gestahlutverkum án þess að gera nokkuð fyrir "söguna."

Handritið fær kredit fyrir það að reyna að gera eitthvað öðruvísi heldur en hinar myndirnar gerðu, og það góða við það er að það býður upp á aðeins ferskara samspil á milli De Niros og Stiller. Ég var smá feginn að sjá Universal skipta út Jay Roach fyrir annan leikstjóra, en það breytti litlu þegar þeir ákváðu að velja annan leikstjóra sem er alveg jafn mistækur og hinn. Paul Weitz leggur engan metnað í húmorinn, sennilegast vegna þess að hann veit einnig að þessi mynd er fyrirfram líkleg til að græða slatta í miðasölunni. Hann virðist ekkert leggja sig fram svo hann styðst bara við það sem flestum átti að hafa fundist skemmtilegt við hinar tvær myndirnar.

Þetta er alls ekki ömurleg mynd, heldur slöpp, tilgangslaus og heldur ófyndin mynd sem fór einungis í framleiðslu til þess að gefa mönnum eins og De Niro, Stiller og Weitz aðeins meiri pening. Ef nógu margir gera sjálfum sér það að kíkja á þessa hugmyndasnauðu froðu þá mun Universal halda að fólk vilji fleiri gamanmyndir af þessu kalíberi. Sorgleg tilhugsun. Að minnsta kosti fengum við að sjá Jessicu Alba fáklædda í smástund. Það er alltaf kostur.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn